Vígðu fyrsta heimagerða flugmóðurskipið Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2022 17:16 INS Vikrant, við sjóprufanir í ágúst. AP/Sjóher Indlands Indverjar vígðu í dag fyrsta heimabyggða flugmóðurskip ríkisins. INS Vikrant er eitt af tveimur starfræktum flugmóðurskipum Indverja en ráðamenn í Indlandi vilja auka mátt flota ríkisins og auka skipasmíðagetu Indlands til að sporna gegn auknum umsvifum Kína. AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum. Indland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, að um mikilvægan og sögulegan áfanga sér að ræða þar sem Indland sé nú eitt fárra ríkja heimsins sem framleiði eigin flugmóðurskip. Þá segir varnarmálaráðuneyti Indlands að rúmlega 75 prósent allra þeirra aðfanga og hluta sem þurftu til að smíða skipið hafi verið keypt innanlands. Smíði skipsins tók sex árum lengur en upprunalega var talið og fór kostnaður einnig mikið fram úr áætlunum. Vonast er til þess að skipið verði fullklárað fyrir árslok 2023. Flugmóðurskipið er 262 metra langt, þróað af indverska flotanum og byggt í suðurhluta landsins. Það er stærsta herskip sem smíðað hefur verið í Indlandi og getur borið allt að 1.600 manns í áhöfn og þrjátíu orrustuþotur og þyrlur. Fyrir eiga Indverjar flugmóðurskipið INS Vikramaditya sem keypt var af Rússum árið 2004. Indverskir sjóliðar í myndatöku á flugdekki flugmóðurskipsins.AP/Prakash Elamakkara Indverjar ætla í fyrstu að hafa MiG-29K orrustuþotur um borð í flugmóðurskipinu en samkvæmt AP stendur til að kaupa Rafale-M þotur frá Frakklandi og F/A-18 Block III Super Hornet orrustuþotur frá Bandaríkjunum. Modi sagði í dag að indverska ríkið ætlaði að næstu árum að auka fjárútlát til sjóhersins töluvert. Það er að miklu leyti rekið til aukinna umsvifa Kínverja í vestanverðu Kyrrahafi og Indlandshafi. Sjóher Kína hefur staðið í nútímavæðingu um árabil og hafa forsvarsmenn hans unnið hörðum höndum að því að gera kínverska flotanum kleift að starfa lengra og lengra frá meginlandi Kína. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að kínverska flotann samanstanda af 355 skipum, þar á meðal kafbátum, og stefnt sé að því að árið 2025 verði skipin 420 og 460 árið 2030. Indverski flotinn samanstendur af tveimur flugmóðurskipum, tíu tundurspillum, tólf freigátum og tuttugu smærri skipum.
Indland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira