Lýtalæknar með réttarstöðu sakborninga eftir dauðsföll tveggja kvenna Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 4. september 2022 14:32 Bótoxi sprautað í konu á Spáni. Miquel Benitez/GettyImages Lögregla á Spáni rannsakar nú dauðsföll tveggja kvenna sem gengust undir lýtaaðgerðir. 5 læknar og eigandi lýtaðgerðastofu í Madrid hafa réttarstöðu sakborninga. 19 konur hafa stigið fram og vilja skaðabætur vegna misheppnaðra aðgerða. Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf. Spánn Lýtalækningar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Alls kyns fegrunar- og lýtaaðgerðir eru vinsælar hér á Spáni, rétt eins og annars staðar í okkar heimshluta. Það þarf ekki annað en að ganga um götur stærstu borga landsins til að sannfærast. Það er nefnilega hörð samkeppnin um að fá að gera bragarbót á hinum ýmsu hliðum og hlutum líkamans sem eigendum finnst hafa farið aflaga, ýmist þegar við sköpun eða þá í lífsins ólgusjó. Silvia Idalia var ein þeirra. Hún gekkst undir minni háttar aðgerð í vor á einni af mörgum klínikum höfuðborgarinnar. Fyrst í stað ætlaði hún aðeins að láta minnka brjóstin, en á endanum gekkst hún einnig undir fitusog og stækkun rasskinna. Lést eftir að hafa legið 3 mánuði í dái Silvia var 34ra ára. Hún vaknaði aldrei eftir aðgerðina og lést nýlega eftir að hafa legið 3 mánuði í dái. Eigandi stofunnar er tónlistarframleiðandi og umboðsmaður tónlistarmanna. Hann segist hafa opnað stofuna til þess að gefa þeim sem ekki ættu fullar hendur fjár, tækifæri til þess að gangast undir fegrunaraðgerðir. Hann leggur áherslu á, í samtali við El País, að stofan ábyrgist ekki árangur aðgerðanna og að mjög fáir viðskiptavinir kvarti. Engu að síður hafa 19 konur nú stigið fram opinberlega og krafist skaðabóta af hálfu þessarar sömu stofu. Þess utan hafa 3 læknar sem komu að aðgerðinni sem og eigandinn, nú réttarstöðu sakborninga og eiga yfir höfði sér ákæru um manndráp af gáleysi. Hótar konunum málsókn Eigandinn er kokhraustur, þrátt fyrir allt, og hótar þessum konum málsókn fyrir atvinnuróg. Stofan hans hafi orðið fyrir miklum álitshnekki vegna þessara kvenna og hann segist hafa þurft að segja 30 af 100 starfsmönnum stofunnar upp störfum. Á nýársdag lést önnur kona eftir litla fegrunaraðgerð í borginni Cartagena á suðaustur-Spáni. Ættingjar hennar segja að hún hafi litið út eins og fórnarlamb vopnaðra slagsmála þegar hún lést og verið með um 30 sár víða um líkamann og í innri líffærum. Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina hafði aldrei framkvæmt lýtaðgerð áður. Hann og svæfingalæknirinn hafa réttarstöðu sakborninga. Þessi dauðsföll hafa vakið upp umræðu hér á Spáni um starfsemi þessara fegrunarstofa, þar sem samkeppnin er hörð og miklir fjármunir í húfi. Stundum líka mannslíf.
Spánn Lýtalækningar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira