Sendiherra Íslands vottaði virðingu sína: Langar raðir við útför Gorbatsjovs Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 11:00 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, vottaði Gorbatsjov virðingu sína í morgun. Með houm á myndinni er Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur. Utanríkisráðuneytið. Langar biðraðir hafa myndast við útför Míkhaíl Gorbatsjov í Moskvu í morgun. Útförin fer fram í dag en líkkista síðasta leiðtoga Sovétríkjanna liggur í Súlnasalnum í Húsi verkalýðsins í Moskvu þar sem fólk vottar honum virðingu sína í dag. Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022 Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022
Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira