Sendiherra Íslands vottaði virðingu sína: Langar raðir við útför Gorbatsjovs Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2022 11:00 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, vottaði Gorbatsjov virðingu sína í morgun. Með houm á myndinni er Kristín Halla Kristinsdóttir, sendiráðunautur. Utanríkisráðuneytið. Langar biðraðir hafa myndast við útför Míkhaíl Gorbatsjov í Moskvu í morgun. Útförin fer fram í dag en líkkista síðasta leiðtoga Sovétríkjanna liggur í Súlnasalnum í Húsi verkalýðsins í Moskvu þar sem fólk vottar honum virðingu sína í dag. Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022 Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Þeirra á meðal er Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Heiðursverðir standa við kistu Gorbatsjovs.AP/Alexander Zemlianichenko Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Sjá einnig: Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneyti Íslands sækir Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Rússlandi, athöfnina í dag, eins og fjölmargir sendiherrar annarra ríkja. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, er í Moskvu til að votta Gorbatsjov virðingu sína. Kreml segir engan fund milli Orbans og Vladimírs Pútíns, forseta Rússlands, vera skipulagðan. Í frétt Reuters segir að Gorbatsjov hafi verið virtur víða á Vesturlöndum fyrir umbætur sem hann framkvæmdi í Rússlandi en hann hafi lifað nógu lengi til að sjá yfirvöld þar snúa mörgum af hans umbótum við. Gorbatsjov fékk ekki formlega ríkisútför og er það til marks um að heima fyrir kenna margir honum um fall Sovétríkjanna og þá ólgu sem því fylgdi. Formleg ríkisútför hefði einnig skilyrt Pútín til að sækja hana og bjóða öðrum þjóðarleiðtogum. AP fréttaveitan segir Pútin mögulega ekki tilbúinn til þess vegna innrásar Rússa í Úkraínu og gífurlegrar spennu Rússlands og Vesturlanda vegna hennar. Langar raðir mynduðust í morgun við Súlnasalinn í Moskvu þar sem líkkista Gorbatsjov liggur. Útförin fer fram í dag.AP Andrew Roth, blaðamaður Guardian í Rússlandi, birti meðfylgjandi myndir úr Súlnasalnum í morgun. A few more photos. Body of Gorbachev lying in state as family and close friends sit nearby, quiet opera playing inside the hall, flanked by security and military guard of honor. pic.twitter.com/SFE8pBZV5Q— Andrew Roth (@Andrew__Roth) September 3, 2022 Matthew Luxmoore, blaðamaður Wall Street Journal, tók myndbönd af röðunum við útförina. Another view of the line pic.twitter.com/t7Hl8gKZUA— Matthew Luxmoore (@mjluxmoore) September 3, 2022
Rússland Sovétríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Utanríkismál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira