Fótbolti

Aron Einar og félagar fá mikinn liðsstyrk frá PSG

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rafinha.
Rafinha. vísir/Getty

Brasilíski miðjumaðurinn Rafinha Alcantara hefur yfirgefið franska meistaraliðið PSG og samið við katarska úrvalsdeildarliðið Al Arabi.

Hjá Al Arabi hittir Rafinha fyrir íslenska miðjumanninn Aron Einar Gunnarsson sem hefur leikið með Al Arabi undanfarin þrjú ár en Heimir Hallgrímsson stýrði liðinu um tíma.

Ætla má að þessi 29 ára gamli miðjumaður muni styrkja lið Al Arabi verulega en Rafinha; sem er yngri bróðir Thiago Alcantara, miðjumanns Liverpool, hefur leikið fyrir Barcelona, Celta Vigo, Inter Milan, PSG og Real Sociedad á ferli sínum.

Hann gerir tveggja ára samning við Al Arabi sem hefur farið vel af stað í deildinni í Katar og trónir á toppi deildarinnar með tólf stig eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×