Erlent

Á annan tug slösuð eftir að fall­t­urn bilaði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Atvikið átti sér stað í borginni Mohali á Indlandi. Mynd tengist fréttinni ekki beint.
Atvikið átti sér stað í borginni Mohali á Indlandi. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Getty

Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í myndbandinu má sjá þegar sæti fallturnsins falla til jarðar en stöðva ekki nálægt jörðinni líkt og á að gerast. Þess í stað skullu þeir sem voru í tækinu í jörðina og slösuðust tæplega tuttugu manns.

Ekki einn einasti sjúkrabíll var á svæðinu þegar slysið átti sér stað og tók það viðbragðsaðila langan tíma að koma fólkinu til aðstoðar. Málið er nú til rannsóknar en ekki er vitað hvað olli biluninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×