Líkt og varnarmenn íslenska landsliðsins fengu að finna fyrir á EM í janúar síðastliðnum er afar erfitt að eiga fyrir hægri skyttuna. Fótahreyfingar hans eru svo snöggar að andstæðingar hans eiga til að lenda aftan í honum.
Gidsel hefur heillað marga og skipti í sumar frá GOG í heimalandinu til Füchse Berlín í Þýskalandi. Deildarkeppnin hófst þar um helgina og var Gidsel að spila sinn fyrsta leik í bestu deild heims.
Eftir um tuttugu mínútna leik braut David Schmidt á kappanum og fékk að líta rautt spjald fyrir brotið þar sem Gidsel var að komast í gegn og brotið fólskulegt. Aðeins fimm mínútum síðar var litlu skárra brot Króatans Kresimir Kozina sem einnig var vísað í sturtu.
Gidsel skoraði þrjú mörk úr jafnmörgum tilraunum í leiknum sem Füchse vann sannfærandi 34-27.
Brotin tvö má sjá að neðan.
Mathias Gidsel. 1 Bundesliga match played. 2 red cards against.
— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) September 4, 2022
: Sky handball#handball pic.twitter.com/jBj0FIyFI3