Óskar Hrafn: „Horfi ekki lengra en í næsta leik fyrir norðan“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. september 2022 22:16 Óskar Hrafn er mögulega að fá einhverja snilldar hugmynd á hliðarlínunni í leik liðanna í kvöld. Vísir/Vilhelm Óskar Hrafn Þorvaldsson sveif ekki upp til skýjanna í gleði sinni þrátt fyrir að lið hans, Breiðablik, hafi náð 11 stiga forskoti á toppi Bestu deildar karla í fótbolta með 1-0 sigri gegn Val í 20. umferð deildarinnar á Kópavogsvelli í kvöld. „Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira
„Ég horfi ekki lengra fram í tímann en í næsta leik sem er gegn KA. Það verður feykilga erfitt verkefni. Við erum að bæta stigamet Breiðabliks í 12 liða deild sem við settum í fyrra þegar við náðum í 47 stig. Ef við vinnum fyrir norðan verðum við eitt af fimm liðum sem fær 50 stig eða meira,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stúkuna á Stöð 2 Sport eftir leikinn. „Þrátt fyrir að hafa ekki nýtt þau færi sem við fengum í fyrri hálfleik var ég ekki áhyggjufullur um að markið kæmi ekki. Það er hins vegar þannig að lið í þeim gæðaflokki sem Valur getur refsað þér fyrir að nýta ekki færin þín. Valsmenn eru til að mynda með Aron Jóhannsson sem er afburðar leikmaður og getur skapað færi og skorað mörk,“ sagði þjálfari Blika enn fremur. Ísak Snær Þorvaldsson skoraði sitt fyrsta mark í rúman mánuð þegar hann skoraði markið sem skildi liðin að. Óskar Hrafn var sáttur við hans aðal markaskorari hefði fundið skotskóna á nýjan leik eftir erfiða tíma vegna höfuðhöggs og meiðsla. „Það er vissulega jákvætt að Ísak Snær hafi náð að skora mark. Mér finnst hins vegar að það verði líta til þess hvað Ísak Snær kemur með fram á borðið annað en að skora mörk. Hann er öflugur í föstum leikatríðum á báðum endum vallarins, heldur boltanum vel og lætur til sín taka. Það er verðugt verkefni fyrir andstæðingana að eiga við hann,“ sagði hann um lærisvein sinn. Óskar Hrafn setti Davíð Ingvarsson og Viktor Karl Einarsson, lykilleikmenn Blikaliðsins, á varamannabekkinn í þessum leik en honum fannst kominn tími til að hressa upp á liðsval sitt. „Mér fannst vera tímapunktur til þess að hrista aðeins upp í byrjunarliðinu. Dagur Dan hefur spilað vel í vinstri bakverðinum og Höskuldur sömuleiðis inni á miðsvæðinu. Þessar breytingar virkuðu vel að mínu mati og við vorum með góða stjórn á leiknum. Við náðum að nýta vel inn í þau svæði sem við vildum herja á í gegnum miðjun,“ sagði Óskar Hrafn.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Útiliðin hafa fagnað í öllum úrslitaleikjunum síðustu 26 ár „Ég hefði getað skorað átta eða níu mörk í þessum leik“ Einkunnir úr úrslitaleiknum: Magnaður Ísak Snær en Víkingar langt frá sínu besta Sjá meira