Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 08:59 Ástandið í heröðunum Sindh og Balochistan er grafalvarlegt þessa stundina. Hér má sjá loftmynd af bænum Jamshoro í Sindh. EPA/STR Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir. Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir.
Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Sjá meira
Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39
Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09
Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51