Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. september 2022 10:00 Selfyssingar fagna sigrinum í Grill 66 deild kvenna á síðasta tímabili. selfoss Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu. Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla en keppni í deildinni hefst með einum leik fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að nýliðarnir haldi sér í deildinni í fyrstu tilraun. Sagan er ekki í liði með Selfyssingum. Síðustu þrjú lið sem hafa komið upp úr Grill 66-deildinni hafa fallið jafnharðan og stigasöfnunin hefur verið afar rýr. Afturelding fékk þrjú stig tímabilið 2019-20, FH ekkert stig 2020-21 og sömu sögu var að segja af Aftureldingu á síðasta tímabili. Selfoss er nú mættur aftur í Olís-deildina eftir þriggja ára fjarveru. Svavar Vignisson stýrði Selfyssingum til sigurs í Grill 66-deildinni á síðasta tímabili en hætti störfum í sumar og við tók heimamaðurinn Eyþór Lárusson. Hans bíður það erfiða verkefni að halda Selfyssingum uppi. Mikið mun mæða á næstum því alnöfnunum Tinnu Sigurrósu Traustadóttur og Tinnu Soffíu Traustadóttur. Sú fyrrnefnda er einn efnilegasti leikmaður landsins og langmikilvægasti leikmaður Selfoss. Sú síðarnefnda er svo límið í varnarleik Selfyssinga. Þær Katla María Magnúsdóttir og Hulda Dís Þrastardóttir komu aftur á Selfoss ásamt hinni sænsku Corneliu Hermannsson en Hulda verður því miður ekkert með í vetur eftir að hafa slitið krossband í hné. Það er því spurning hvort Selfyssingar þreifi fyrir sér á félagaskiptamarkaðnum en þeir þurfa helst að styrkja liðið meira til að halda sér í deild þeirra bestu. Gengi Selfoss undanfarinn áratug 2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti Lykilmaðurinn Tinna Sigurrós Traustadóttir þreytir frumraun sína í Olís-deildinni í vetur.selfoss Tinna Sigurrós Traustadóttir sópaði til sín verðlaunum á lokahófi HSÍ í vor. Hún var valin best, efnilegust og besti sóknarmaður Grill 66-deildarinnar auk þess að vera markadrottning hennar. Tinna sýndi svo hvað í hana er spunnið á HM U-18 ára í sumar. Gríðarlega öflug skytta sem getur skotið fyrir utan, með góð gegnumbrot og hörkuvarnarmaður. Tinna er mjög líkleg til að slá í gegn í vetur. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Eftir dvöl hjá Stjörnunni er Katla María Magnúsdóttir komin aftur heim á Selfoss. Þessi hávaxna skytta fékk ef til vill ekki þau tækifæri sem hún vonaðist eftir í Garðabænum en verður væntanlega í stóru hlutverki hjá nýliðunum. Þarf að vera ógnandi vinstra megin svo andstæðingar Selfoss geti ekki bara beint athyglinni að Tinnu Sigurrósu.
2021-22: B-deild (1. sæti) 2020-21: B-deild (9. sæti) 2019-20: B-deild (3. sæti) 2018-19: 8. sæti 2017-18: 6. sæti 2016-17: 7. sæti 2015-16: 7. sæti+8-liða úrslit 2014-15: 8. sæti+8-liða úrslit 2013-14: 10. sæti 2012-13: 9. sæti
Komnar: Katla María Magnúsdóttir frá Stjörnunni Hulda Dís Þrastardóttir frá Val Cornelia Hermansson frá Kärra (Svíþjóð) Farnar: Mina Mandic til Aftureldingar Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna UMF Selfoss Árborg Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00