Giannis fór mikinn í stórsigri Grikkja Valur Páll Eiríksson skrifar 6. september 2022 18:01 Gríska goðið skoraði 41 stig. Mattia Ozbot/Getty Images Nóg var um að vera fyrri hluta dags á Evrópumóti karla í körfubolta, EuroBasket, sem fram fer í Tékklandi, Georgíu, Ítalíu og Þýskalandi. Línur tóku að skýrast fyrir framhaldið. Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram. EuroBasket 2022 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira
Tyrkir fóru langt með að tryggja sig áfram í A-riðli keppninnar sem leikinn er í Georgíu. Þeir unnu 15 stiga sigur, 78-63 á Belgum snemma í dag. Tyrkir leiða riðilinn með sjö stig ásamt Spáni sem rúllaði yfir Svartfjalland, 82-65. Belgar eru með sex stig, líkt og Svartfjallaland, en neðstu liðin tvö, Georgía og Búlgaría mætast í kvöld. Georgía er með fjögur stig en Búlgarar reka lestina með þrjú. A nutmeg that @andresiniesta8 would be proud of! #EuroBasket x @BaloncestoESP pic.twitter.com/WRq6qEyiS4— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Í B-riðli tryggðu Frakkar farseðil sinn í útsláttarkeppnina með 81-68 sigri á Bosníu. Þýskaland og Slóvenía eru einnig komin áfram í næstu umferð en Ungverjar, sem töpuðu fyrir Litáen 87-64, eru úr leik. Litáen hélt með sigrinum vonum sínum um sæti í 16-liða úrslitum á lífi en þeir munu berjast um lokasætið í útsláttarkeppninni við Bosníu. Í kvöld mætast Þýskaland og Slóvenía í leik sem gætu haft töluvert að segja um hverjir andstæðingar þeirra verða í 16-liða úrslitum. Third QuarterGiannis 15Ukraine 11#EuroBasket pic.twitter.com/Kn9rTnFIns— FIBA (@FIBA) September 6, 2022 Bretar töpuðu fjórða leik sínum af fjórum í C-riðli. Eistar léku sér að þeim og unnu 32 stiga sigur, 94-62, sem var þeirra fyrsti á mótinu. Úkraína, Grikkland og Króatía eru öll örugg áfram en Eistar keppa við Ítalíu um lokasætið í 16-liða úrslitum. Giannis Antetokounmpo fór mikinn fyrir Grikkina sem unnu 99-79 sigur á Úkraínu. Leikurinn var jafn framan af en Grikkirnir skoruðu 32 stig gegn ellefu í þriðja leikhluta, þar af var Giannis með 15, og eftir það var öllum ljóst að Grikkir myndu fagna sigri. Giannis skoraði 41 stig í tuttugu stiga sigri Grikkja. Í kvöld mætast Ítalía og Króatía í grannaslag en sigur fer langt með að fleyta Ítölum áfram þar sem þeir eiga leik við Breta á fimmtudag. Í D-riðli tryggði Pólland sæti sitt í 16-liða úrslitum með 75-69 sigri á Hollandi en þeir hollensku eru jafnframt úr leik eftir tapið. Finnar og Tékkar áttust við, þar sem þeir finnsku höfðu betur 98-88 og eru með sex stig í riðlinum líkt og Serbía. Ísrael er í fjórða sæti með fimm stig en Tékkar og Hollendingar eru með fjögur. Í kvöld mætast Ísrael og Serbía, en Serbar hafa unnið alla þrjá leiki sína til þessa og eru öruggir áfram.
EuroBasket 2022 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Sjá meira