Sekta Meta um 57,7 milljarða króna Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 6. september 2022 18:31 Meta hefur verið sektað áður vegna miðla sinna. Tony Avelar/Associated Press Írska persónuverndarstofnunin hefur sektað Meta, móðurfyrirtæki Facebook, Instagram og WhatsApp um rúmlega 400 milljónir Bandaríkjadala eða um 57,7 milljarða króna. Sektin er gefin út vegna ófullnægjandi öryggisráðstafana Instagram hvað varðar notendur undir átján ára aldri. New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna. Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
New York Times greinir frá því að rannsókn írsku stofnunarinnar vegna aðgangastillinga Instagram hafi hafist árið 2020 en ekki hafi nóg verið gert til þess að vernda upplýsingar yngri notenda. Málið snúist einna helst um þá tvo möguleika sem í boði séu þegar Instagram reikningar eru búnir til, þeir séu annað hvort opnir eða lokaðir. Instagram hafi sjálfkrafa stillt alla aðganga sem opna þegar þeir væru búnir til og leyft notendum undir átján ára aldri að opinbera eigin netföng og símanúmer, ef til vill í þeim tilgangi að stofa fyrirtæki eða reyna að gerast áhrifavaldar. Meta er sagt mótmæla ákvörðun persónuverndarstofnunarinnar og segja ákvörðunina byggja á hlutum sem hafi verið uppfærðir fyrir meira en ári síðan. Fyrirtækið hyggst áfrýja ákvörðuninni en það hafi bætt við hinum ýmsu varnöglum til þess að vernda yngri notendur. Dæmi um þessa varnagla sé til dæmis að aðgangar nýrra notenda undir átján ára aldri séu nú sjálfkrafa lokaðir og fullorðnir geti ekki sent börnum skilaboð á miðlinum án þess að börnin fylgi þeim. Þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Meta hefur verið sektað af írsku persónuverndarstofnuninni en áður hefur Meta verið sektað um 225 milljónir evra vegna samskiptaforritsins WhatsApp og 17 milljónir evra vegna gagnaleka. Ef nýjasta sektin til fyrirtækisins gengur í gegn hljóðar heildarupphæð sektanna upp á um það bil 92,6 milljarða króna.
Tækni Meta Írland Bandaríkin Persónuvernd Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira