Lokað á tónleikahald vegna kvartana íbúa: „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. september 2022 23:18 Listahópurinn hefur starfað í rýminu í um tvö ár og hleypt þar að hinum ýmsu listamönnum sem vilja spreyta sig og halda sýningar, tónleika og margt fleira. vísir/sigurjón Íbúar í Skerjafirði hafa ítrekað kvartað í borgaryfirvöld vegna hávaða sem hefur borist frá tónleikahaldi í gamalli skemmu. Borgin hefur nú bannað allt viðburðahald þar, sem kemur flatt upp á leigjendur rýmisins. Þeir segjast hafa fengið að leigja rýmið af borginni einmitt til að halda þar viðburði. Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður. Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Það er listfélagið Klúbburinn sem gerði samning við borgina fyrir tveimur árum um að fá að leigja rýmið. Samningurinn var gerður undir verkefni borgarinnar Skapandi borg. Húsin sem um ræðir er staðsett á vinnusvæði við Skeljanes. Það var áður notað undir starfsemi Skeljungs. Talsmenn listafélagsins segja það hafa komið flatt upp á sig þegar borgin ákvað nýlega að taka fyrir viðburðahald þar. „Það lá fyrir að þetta rými var úthlutað listamönnum til að æfa og setja upp listræna viðburði. Það var í samningnum,“ segir Urður Bergsdóttir, ein af þeim sem sér um Tóma rýmið svokallaða, eitt af þeim rýmum sem hópurinn heldur úti á svæðinu. Síðasta eitt og hálfa árið hafa verið haldnir alls kyns tónleikar, rave og leiksýningar í húsunum. Í þessari húsalengju eru rýmin en þau eru staðsett á vinnusvæði 150 metrum frá næsta íbúðarhúsi í Skerjafirði.vísir/sigurjón „Mér finnst þetta einstakur staður á listasviðinu. Við veitum mörgum verkefnum rými sem gætu sennilega ekki fundið neinn annan stað, verkefni sem koma fyrst fram hér,“ segir Diego Manatrizio sem sér um alla tónlistarviðburði í einu rýminu. Hafa ekki leyfi til viðburðahalds Samkvæmt svörum sem borgin veitti fréttastofu vegna málsins var listhópurinn þó aldrei með leyfi fyrir viðburðahaldi. Íbúar á svæðinu hafi ítrekað kvartað vegna hávaða seint á kvöldum frá húsunum og því hafi þeir verið bannaðir þar til tilskilin leyfi fást. „Þetta var smá skellur og núna höfum við lokað fyrir opna viðburði þangað til við erum búin að leysa úr alls konar flækjum,“ segir Urður. Þau Diego, Birnir og Urður eru ein af þeim sem halda utan um starfsemi rýmanna þriggja sem eru öll staðsett hlið við hlið á gamla Shell-svæðinu í Skerjafirði.vísir/sigurjón Ljóst er að fara verður í miklar framkvæmdir og úrbætur á húsinu til að slík leyfi verði veitt - framkvæmdir sem listahópurinn segist ekki hafa tök á að fara í enda starfsemi hans öll gróðalaus. „Ef við náum ekki að fá aðstoð frá borginni þá verðum við bara að loka þessari starfsemi. Og við erum með mjög mikilvæga grasrótarstarfsemi hérna í gangi,“ segir Birnir Jón Sigurðsson. Þau segjast ekki hafa fengið beinar kvartanir frá íbúum en taki þær auðvitað alvarlega og séu tilbúin að bæta úr ýmsu til að halda allri starfsemi sinni gangandi. Og nú vonast þau til að borgin stígi inn í og veiti þeim nauðsynlegt fjármagn til að bæta húsið og gera það viðburðahæft. „Við bara köllum á borgina: Hjálp, plís,“ segir Urður.
Reykjavík Menning Borgarstjórn Tónlist Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira