Kanadíska árásarmannsins enn leitað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 08:31 Evan Bray lögreglustjóri í Regina og Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan á blaðamannafundi í gær. AP/Michael Bell Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag. Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag.
Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26