Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Ragnar Borgþór Ragnarsson skrifar 7. september 2022 10:00 Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Höfum við gleymt því, sem öllu máli skiptir? Sama hvernig við lítum á málin er náttúran sá hornsteinn sem við þurfum að byggja á. Án hennar verður engin sjálfbærni, og ekkert sjálfstæði. Í náttúruna sækjum við hreint vatn og loft, og hreina matvöru. Trén veita skjól fyrir storminum og hreinsa loftið, og fjölbreytt náttúra er undirstaða þess fjölbreytilega lífríkis, sem við erum hluti af. Ari fróði skrifaði í Íslendingabók að landið hafi hér áður verið 'viði vaxið milli fjalls og fjöru'. Hvort sem það er rétt eða rangt, hlýtur það að vera göfugt markmið að stefna þangað aftur. Ég var nýlega að leita að stað til að sækja ætihvönn, eitthvað sem ég hef ekki gert áður, og var sagt að Ölfusárós væri álitlegur staður. Ölfusárós er ármynni (e. estuary), þar sem sjór og ferskvatn blandast saman. Þetta þykja auðug lífríki, því þar er að jafnaði, einstaklega mikið af næringarefnum í bæði jarðveg og vatni. Afurðir náttúrunnar, jurtir, fiskar, og dýr, verða aldrei heilbrigðari en umhverfið sem þau þrífast í. Örlítið ofar í Ölfusá er fráveitukerfi Selfoss, sem sturtar óhreinsuðum úrgangi frá iðnaðar- og íbúabyggð út í ána. Í úrganginum eru ýmis efni sem hvorki við, né dýrin, viljum neyta í neinu magni. Þessi mál þarf að laga. Það er hægt að ganga að fólkinu dauðu, einu sinni eða oftar, en náttúran sem við eyðileggjum kemur seint aftur. Á hinum endanum er framkoma okkar, við fátækt fólk, eldra fólk, fatlaða og veika, fanga, fíkniefnaneytendur o.fl., umhugsunarverð. Þau kerfi sem sjá um þau mál eru ómannúðleg og mætti segja að þau litist af mannfyrirlitningu. Auk þess er þróunin í þá átt, að öll mannleg samskipti verði fjarlægð úr ferlinu, það verður allt rafrænt, hvort sem það er synjun um hjálp og aðstoð, eða annað. Með fangamál og mál fíkniefnaneytenda mættum við velta því fyrir okkur, hvort einhver fæðist í raun illur, eða hvort það sé nóg að segja bara 'nei' við eiturlyfjum. Auk þess má velta því fyrir sér, hvort nokkrum manni þyki það líklegt til árangurs, að loka menn inn í herbergi á stofnun í einhverja mánuði eða ár. Hvaða gagn er af slíkri meðferð? Ofan á það, fá fangarnir sk. 'óhreint sakavottorð'. Þarna setjum við stein í götu karla og kvenna, sem hafa að jafnaði verið í miklum vandræðum með lífið, áður en frelsið var tekið af þeim. Við látum það sem sagt ekki duga að læsa fólk inn á herbergi til lengri tíma, við pössum líka að þeir fái enga vinnu eftir afplánun. Ég myndi giska á, að ef menn fremja glæpi, mætti tengja það við mikil veikindi, eða nöturlega tilveru, sem er til þess fallin að menn tapi trúnni á að til séu góðir menn og konur. Þetta eru stór og mikilvæg vandamál, sem brýnt er að leysa, og margar spurningar sem vert er að velta fyrir sér. Höfundur er tölvunarfræðingur.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun