Lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar skert Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. júní 2025 08:00 Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mosfellsbær Regína Ásvaldsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun