Lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar skert Regína Ásvaldsdóttir skrifar 3. júní 2025 08:00 Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Mosfellsbær Regína Ásvaldsdóttir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Með einu pennastriki hafa stjórnvöld ákveðið að skerða lífsgæði íbúa Mosfellsbæjar með því að lækka árlegt framlag úr Jöfnunarsjóði um 250 milljónir króna, verði frumvarp innviðaráðherra að lögum. Breytingar á Jöfnunarsjóði munu hafa mikil áhrif á framlög til sveitarfélaganna, ýmist til lækkunar eða hækkunar. Alls hækka framlög til 22 sveitarfélaga en skerðast hjá 37 sveitarfélögum. Heildarlækkun framlags er mest í Mosfellsbæ, 250 milljónir króna. Á móti hækka framlögin til Reykjavíkurborgar um 400 milljónir, 330 milljónir í Reykjanesbæ, 280 milljónir á Akureyri og 260 milljónir í Múlaþingi svo dæmi séu tekin. Frumvarpið var unnið í tíð fyrri ríkisstjórnar og hefur tvívegis verið lagt fram áður. Í þriðju tilraun er skerðingin þessi, 250 milljónir á ári sem samsvarar milljarði á fjórum árum. Mosfellsbær hefur lagt fram ítarlega umsögn um málið sem ég hvet þingmenn til þess að kynna sér áður en málið verður afgreitt á þinginu. En hver er skýringin? Mosfellsbær fullnýtir útsvarsheimildina, svo ekki er það ástæðan fyrir svo mikilli lækkun. Regluverk Jöfnunarsjóðs er mjög flókið og því höfum við greint margar ástæður fyrir því að framlagið lækkar. Jöfnunarsjóður útbýr formúlu með fjölmörgum þáttum við útreikninginn og þeim er gefið ákveðið vægi. Það má segja að þetta sé eins og uppskrift að kokteil með ólíku innihaldi og niðurstaðan verður sæt eða súr, allt eftir því hver bragðar. Meðal annars hefur viðmiðunarregla vegna íbúafjölda neikvæð áhrif á niðurstöðu Mosfellsbæjar sem telur 13.800 íbúa. Þá er vægi barna á leikskólaaldri fært niður úr 20% i 18% og vægi barna á grunnskólaaldri úr 15% niður í 13%. Þetta er sérlega bagalegt fyrir ört vaxandi sveitarfélag með hlutfallslega einna mesta barnafjölda á landinu. Þá hefur vægi fjölgunar íbúa umfram 2,5% farið úr 7 % í 5%. Önnur mikilvæg breyta að okkar mati er að ekki er tekið tillit til velferðarþátta, svo sem fjölda fatlaðra einstaklinga í bæjarfélaginu. Þar á ég við þær félagslegu skyldur sem sveitarfélagið hefur gagnvart þessum hópi og Jöfnunarsjóður bætir ekki. Mosfellsbær á ríka sögu um þjónustu við fatlað fólk sem kom alls staðar að af landinu, meðal annars í Skálatúni. Mosfellsbær er með einna hæsta hlutfall fatlaðra íbúa á landinu en í sveitarfélaginu er hlutfall fatlaðra íbúa 0,57% á meðan að samsvarandi tölur eru 0,37% í Garðabæ, 0,29% í Kópavogi og 0,21% á Seltjarnarnesi. Ég skora á stjórnvöld að gera betur og fresta þessu frumvarpi þar til fundin hefur verið leið til þess að jafna betur úthlutun á milli sveitarfélaga og endurskoða ákvæði um stærðarhagkvæmni eins og ítarlega er gert grein fyrir í umsögn Mosfellsbæjar um frumvarpið. Þá verði tekið sterkara tillit til þátta eins og velferðarmála og hlutfallslegs fjölda barna og unglinga í sveitarfélögum. Velferðarmál og fræðslumál eru kostnaðarsömustu þættirnir í rekstri sveitarfélaga. Það verður engin sanngjörn jöfnun án þess að taka tillit til þessara mikilvægu málaflokka. Höfundur er bæjarstjóri Mosfellsbæjar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun