ESA blessar 96 milljarða króna matshækkanir Félagsbústaða
![Matshækkanir Félagsbústaða leiddu til þess að afkoma samstæðu Reykjavíkurborgar á fyrsta árshelmingi var nærri 10 milljörðum króna yfir áætlun.](https://www.visir.is/i/3B1D90B47F7C026B48EE9B400DBD0C24E5502026BA22F2437578BF6B7155B7CF_713x0.jpg)
ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur sig ekki hafa forsendur til að aðhafast vegna matshækkana á fasteignum Félagsbústaða, dótturfélags Reykjavíkurborgar, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að þau brjóti á engan hátt í bága við lög evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í bréfi sem eftirlitsstofnunin sendi innviðaráðuneytinu í sumar og ráðuneytið afhenti Innherja.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/835502F37F19A48F75ABBB8CDB5B9DC6B308AD113E2DF8CE2EC0AB4BCB9B462C_308x200.jpg)
Borgin sýpur seyðið af lausatökum
Reykjavíkurborg var í fararbroddi sveitarfélaga þegar kom að því að skapa störf í heimsfaraldrinum. Á milli áranna 2019 og 2021 fjölgaði stöðugildum hjá borginni um tæplega eitt þúsund að meðaltali – hlutfallsleg aukning var um 13,5 prósent – sem var mun meiri fjölgun en greina mátti í rekstri annarra sveitarfélaga.