Sané sá um Inter Atli Arason skrifar 7. september 2022 20:59 Leikmenn Inter náðu ekki að stöðva Leroy Sané í kvöld. Getty Images Bayern München vann 0-2 útisigur gegn Inter á San Siro í C-riðli Meistaradeildar Evrópu þar sem Leroy Sané sá um mörkin. Sané kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann fékk langan bolta í gegnum vörn Inter frá Joshua Kimmich. Sané tók snyrtilega á móti boltanum og lék á Andre Onana, markvörð Inter, til að skora í autt markið. Á 66. mínútu skoraði Sané aftur eftir stórkostlegt samspil við Kingsley Coman en þeir tveir spiluðu vörn Inter sundur og saman með tvöföldu þríhyrningsspili. Skot Sané fór að lokum af Danilo D‘Ambrosio og í netið og markið því skráð sem sjálfsmark. Með sigrinum fer Bayern á topp C-riðls ásamt Barcelona, en er þó með lakari markatölu en spænska liðið eftir stórsigur þess á Viktoria Plzen í hinum leik riðilsins. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Bayern München vann 0-2 útisigur gegn Inter á San Siro í C-riðli Meistaradeildar Evrópu þar sem Leroy Sané sá um mörkin. Sané kom Bayern yfir á 25. mínútu þegar hann fékk langan bolta í gegnum vörn Inter frá Joshua Kimmich. Sané tók snyrtilega á móti boltanum og lék á Andre Onana, markvörð Inter, til að skora í autt markið. Á 66. mínútu skoraði Sané aftur eftir stórkostlegt samspil við Kingsley Coman en þeir tveir spiluðu vörn Inter sundur og saman með tvöföldu þríhyrningsspili. Skot Sané fór að lokum af Danilo D‘Ambrosio og í netið og markið því skráð sem sjálfsmark. Með sigrinum fer Bayern á topp C-riðls ásamt Barcelona, en er þó með lakari markatölu en spænska liðið eftir stórsigur þess á Viktoria Plzen í hinum leik riðilsins.