Damien Sanderson og Myles Sanderson eru sagðir hafa banað tíu og sært átján í röð stunguárása nú á dögunum. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon í Saskatchewan héraði í Kanada. Lík Damien er sagt hafa fundist í James Smith Cree samfélaginu.
Stunguárásirnar eru sagðar hafa átt sér stað klukkan 05:40 á staðartíma þann 4. September síðastliðinn og bárust lögreglu þá tilkynningar vegna árása frá þrettán mismunandi stöðum í héraðinu.
Samkvæmt ABC hefur lögreglan í Saskatchewan nú handsamað Myles. Hann á langan sakaferil að baki og hafði verið dæmdur 59 sinnum á rúumlega tveimur áratugum.