Barist um hvern haus á Austurlandi og hótel keypt til að hýsa starfsfólk Kristján Már Unnarsson skrifar 7. september 2022 23:23 Einar Þorsteinsson er forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Sigurjón Ólason Vinnuaflsskortur þjakar atvinnulíf á Austurlandi. Skortur á húsnæði hamlar því að fólk flytji inn í fjórðunginn og eru dæmi um að fyrirtæki hafi keypt hótel til að koma starfsfólki fyrir. „Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
„Okkar stærsta áskorun núna er vinnuaflið. Við erum að berjast um hvern haus sem hægt er að fá,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í viðtali við Stöð 2, en álverið er stærsti vinnustaður Austurlands. Smærri fyrirtæki glíma við sama vanda. Samúel Karl Sigurðsson á Reyðarfirði er framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu.Sigurjón Ólason „Það vantar fólk í öll störf. Það vantar allsstaðar fólk hérna. Menn eru jafnvel að gefast upp á rekstri vegna þess að þeir hafa ekki mannskap,“ segir Samúel Karl Sigurðsson, framkvæmdastjóri K-Tech köfunarþjónustu á Reyðarfirði. Garðyrkjustöðin Blómahornið á Reyðarfirði hefur átt í vandræðum með að fá starfsfólk í sumar. Eigandinn neyðist til að leita á náðir ættingja með aðstoð. Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir garðyrkjufræðingur er eigandi Blómahornsins á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Fjölskyldan er með. Karlinn kemur svo þegar hann er búinn í vinnunni sinni, klukkan fjögur,“ segir Anna Ragnheiður Gunnarsdóttir, garðyrkjufræðingur í Blómahorninu. Lára Björnsdóttir vinnur bæði hjá Umhverfisstofnun auk þess að hafa umsjón með tjaldsvæðum Fjarðabyggðar. Lára Björnsdóttir, starfsmaður Umhverfisstofnunar og umsjónarmaður tjaldsvæða Fjarðabyggðar.Sigurjón Ólason „Það er erfitt að fá starfsfólk í alla ferðaþjónustu. Það vantar húsnæði fyrir starfsfólk. Svo það er ekkert auðvelt að flytja inn starfsfólk annarsstaðar að,“ segir Lára. Fyrirtækið Launafl greip til þess ráðs að kaupa hótel á Reyðarfirði til að hýsa starfsmenn. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri iðnfyrirtækisins Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Keypti hér gistiheimili af Marlín, nítján herbergja eiginlega hótel, til þess að koma mannskapnum fyrir.“ -Það er bara svona mikill húsnæðisskortur? „Húsnæðisskorturinn er gífurlegur og við erum að stækka það en dugar ekki til,“ segir Magnús Hilmar Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Þær Þuríður Sif Ævarsdóttir og Barbara Izabela Kubielas starfa við blikksmíðadeild Launafls á Reyðarfirði.Sigurjón Ólason „Til að fá gott fólk, þá þarf það að geta búið einhversstaðar. Og það hefur verið umtalsverður skortur á húsnæði hérna fyrir austan,“ segir forstjóri álversins. „Til dæmis á tjaldsvæðinu á Eskifirði hjá okkur, þar eru tveir ungir drengir sem tóku að sér umsjón með tjaldsvæðinu gegn því að fá að búa þar. En þeirra aðalstarf er í álverinu hérna, Fjarðaál,“ segir Lára. „Það er verið að byrja að byggja íbúðir; á Egilsstöðum, Fáskrúðsfirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Þannig að þetta horfir núna til bóta. En þetta er okkar langstærsta ögrandi verkefni í dag,“ segir Einar Þorsteinsson hjá Fjarðaáli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vinnumarkaður Húsnæðismál Fjarðabyggð Múlaþing Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47 Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30 35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil fyrir erlent vinnuafl Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir allt of flókið og tafsamt að fá fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins til starfa á Íslandi þegar Íslendingar ættu að leggja út rauðan dregil til að fá fólk hingað til lands. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að rýmka reglur í þessum efnum. 7. september 2022 11:47
Erlent starfsfólk gæti orðið helmingur vinnuaflsins innan nokkurra áratuga Erlent starfsfólk gæti verið orðið allt að helmingi vinnuafls á Íslandi á næstu áratugum samkvæmt mati framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þjóðin eldist og það vantar fleiri vinnandi hendur; náttúruleg fólksfjölgun dugar þar engan veginn. 3. september 2022 20:30
35 þúsund nýjar íbúðir til að skapa jafnvægi á markaði Ríki og sveitarfélög ætla sér að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir á næstu tíu árum og var ammasamningur um það markmið undirritaður í dag. Íbúðunum er ætlað að mæta fyrirsjáanlegri íbúðaþörf og skapa langþráð jafnvægi á húsnæðismarkaði. 12. júlí 2022 14:23