Fótbolti

Klopp: Úlfarnir geta ekki hætt að hlæja að okkur

Atli Arason skrifar
Eftir leikslok fór Klopp til stuðningsmanna Liverpool í stúkunni til að biðjast afsökunar á frammistöðu liðsins í leiknum.
Eftir leikslok fór Klopp til stuðningsmanna Liverpool í stúkunni til að biðjast afsökunar á frammistöðu liðsins í leiknum. Getty Images

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að liðið sitt verði að enduruppgötva sig eftir 4-1 tapið gegn Napoli í Meistaradeild Evrópu fyrr í kvöld.

Tapið er það stærsta sem Liverpool hefur þurft að þola í Evrópukeppni frá árinu 1966

„Það lítur út fyrir að við þurfum að enduruppgötva okkur sjálfa. Það er mjög margt sem er að í okkar leik en það er að koma í ljós núna eftir að tímabilið er byrjað,“ sagði Klopp í viðtali við BT Sport eftir leik. 

Framundan hjá Liverpool er leikur í ensku úrvalsdeildinni gegn Úlfunum næsta laugardag en Liverpool hefur einungis unnið tvo af fyrstu sex leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

„Eftir þrjá daga þá þurfum við að spila við Úlfana. Ef þeir horfðu á þennan leik í kvöld þá geta þeir sennilega ekki hætt að hlægja að okkur. Þeir hugsa pottþétt að þetta sé góður tímapunktur til að mæta okkur, ég myndi allavega gera það,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×