Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 14:00 Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi. Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn. Fjárhættuspil Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn.
Fjárhættuspil Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira