Umfjöllun og viðtöl: Valur-Afturelding 25-24 | Meistararnir byrja tímabilið á sigri Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. september 2022 22:27 Úr leik kvöldsins. Vísir/Bára Dröfn Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna á fyrstu mínútunum með Róbert Aron Hostert fremstan í fararbroddi sem skoraði sjö mörk á fyrsta stundarfjórðungnum. Staðan þá 10-9 fyrir Val. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé í stöðunni 12-12 en virtist það virka sem eldsneyti fyrir Aftureldingu sem tók forystuna. Jafnt var með liðunum um stund en þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks voru Mosfellingar tveimur mörkum yfir, 15-17. Afturelding leiddi áfram með tveimur mörkum fyrstu mínúturnar af seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar jöfnuðu Valsmenn leikinn og komu sér yfir. Róbert Aron byrjaði seinni hálfleikinn og hélt uppteknum hætti frá þeim fyrri. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik kom Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar inn á, hann hafði byrjað leikinn en var tekinn útaf. Hann greinilega tvíelfdist við að setjast á tréverkið um stund og gerði sér lítið fyrir og varði hvern boltann á fætur öðrum og þar á meðal þrjú víti. Þrátt fyrir áhlaup Aftureldingar undir lokin náðu Valsmenn að stappa í sig stálinu á loka mínútum leiksins og unnu með einu marki 25-24. Afhverju vann Valur? Þessi leikur var rosalegur. Það var jafnræði með liðunum bróðurpart leiksins og skiptust liðin á að taka tveggja marka forystu á köflum. Ætli það sé ekki hægt að skrifa á það að Björgvin Páll Gústafsson var með mikilvægar vörslur undir lokinn og þeim tókst að koma boltanum framhjá Jovan í marki Aftureldingar rétt fyrir leikslok. Hverjir stóðu upp úr? Róbert Aron Hostert var á eldi í leiknum. Hann skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og í öllum regnboganslitum. Þegar upp var staðið endaði Róbert með 12 mörk sem er tæplega helmingur af mörkum Vals. Björgvin Páll Gústafsson stendur alltaf fyrir sínu í marki Valsara og var með átján bolta varða. Hjá Aftureldingu var Blær Hinriksson atkvæðamestur með sjö mörk. Jovan Kukobat kom tvíelfdur til leiks í seinni hálfleik og varði 11 bolta og þar af þrjú víti. Valsmenn áttu engin svör við Jovan á vítapunktinum. Hvað gekk illa? Þessi leikur var rosalega jafn og hefði í raun verið sanngjarnt ef hann hefði endaði í jafntefli. Það er erfitt að finna hvað gekk illa hjá liðunum í kvöld. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik föstudaginn 16. september. Afturelding tekur á móti FH kl 19:40 og Valsmenn taka á móti Herði kl 20:15. Gunnar Magnússon: Ég er mjög svekktur eftir alla þessa baráttu að hafa ekki fengið eitt stig Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm „Þetta er ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu. Okkur líður eins og við hefðum allavega átt lágmark skilið eitt stig eða tvö. Ég er mjög svekktur eftir alla þessa baráttu að hafa ekki fengið eitt stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, svekktur eftir eins marks tap á móti Val í kvöld „Við mættum nákvæmlega til leiks eins og við töluðum um og ætluðum að gera. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. Vörnin var góð og svona síðustu tíu var þetta leikur markmannanna, Jovan lokaði og svo lokaði Bjöggi á móti, það var lítið skorað. Við vorum kannski orðnir þreyttir síðustu tíu, mér fannst við aðeins sóknarlega missa orkustigið.“ Jovan Kukobat markmaður Aftureldingar byrjaði leikinn en fann sig ekki. Brynjar Vignir Sigurjónsson kom inná í hans stað í fyrri hálfleik sem virtist kveikja í Jovan sem mætti frábær út í seinni hálfleikinn. „Hann var óánægður með sjálfan sig, hann var lengi í gang þannig að Binni kom og átti góða spretti líka. Þeir eru flott teymi, annar er með mikla reynslu og hinn er ungur og efnilegur. Þetta er það sem Jovan á að gera, hann á að eiga svona móment.“ Aftureldingu er spáð 7. sæti í Olís-deildinni í vetur en Gunnar hefur fulla trú á að liðið geri betur en það í vetur og geti staðið í öllum liðum. „Ég hef mikla trú á þessu og mikla trú á þessum drengjum. Mér fannst við sína líka í dag að við eigum helling inni og getum staðið í öllum liðum. Ég hef fulla trú á þessu liði og er sannfærður um það að við eigum eftir að gera vel í vetur.“ Næsti leikur er við FH og ætlar Gunnar að fara yfir þennan leik, laga nokkur atriði og svo mæta þeir klárir í slaginn við Hafnfirðingana. „Við förum yfir þetta og lögum nokkur atriði og mætum klárir í næsta slag. Það er skemmtilegur vetur framundan og við ætlum okkur að sjálfsögðu að berja frá okkur.“ Olís-deild karla Valur Afturelding Tengdar fréttir „Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 8. september 2022 21:31
Valur hóf titilvörn sína í Olís-deild karla í handbolta er Afturelding kom í heimsókn á Hlíðarenda í kvöld. Verkefnið var ærið fyrir Mosfellinga gegn þreföldum meisturum síðasta árs. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og tóku forystuna á fyrstu mínútunum með Róbert Aron Hostert fremstan í fararbroddi sem skoraði sjö mörk á fyrsta stundarfjórðungnum. Staðan þá 10-9 fyrir Val. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, tók leikhlé í stöðunni 12-12 en virtist það virka sem eldsneyti fyrir Aftureldingu sem tók forystuna. Jafnt var með liðunum um stund en þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks voru Mosfellingar tveimur mörkum yfir, 15-17. Afturelding leiddi áfram með tveimur mörkum fyrstu mínúturnar af seinni hálfleik. Þegar um tíu mínútur voru liðnar jöfnuðu Valsmenn leikinn og komu sér yfir. Róbert Aron byrjaði seinni hálfleikinn og hélt uppteknum hætti frá þeim fyrri. Þegar um stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik kom Jovan Kukobat, markvörður Aftureldingar inn á, hann hafði byrjað leikinn en var tekinn útaf. Hann greinilega tvíelfdist við að setjast á tréverkið um stund og gerði sér lítið fyrir og varði hvern boltann á fætur öðrum og þar á meðal þrjú víti. Þrátt fyrir áhlaup Aftureldingar undir lokin náðu Valsmenn að stappa í sig stálinu á loka mínútum leiksins og unnu með einu marki 25-24. Afhverju vann Valur? Þessi leikur var rosalegur. Það var jafnræði með liðunum bróðurpart leiksins og skiptust liðin á að taka tveggja marka forystu á köflum. Ætli það sé ekki hægt að skrifa á það að Björgvin Páll Gústafsson var með mikilvægar vörslur undir lokinn og þeim tókst að koma boltanum framhjá Jovan í marki Aftureldingar rétt fyrir leikslok. Hverjir stóðu upp úr? Róbert Aron Hostert var á eldi í leiknum. Hann skoraði átta mörk í fyrri hálfleik og í öllum regnboganslitum. Þegar upp var staðið endaði Róbert með 12 mörk sem er tæplega helmingur af mörkum Vals. Björgvin Páll Gústafsson stendur alltaf fyrir sínu í marki Valsara og var með átján bolta varða. Hjá Aftureldingu var Blær Hinriksson atkvæðamestur með sjö mörk. Jovan Kukobat kom tvíelfdur til leiks í seinni hálfleik og varði 11 bolta og þar af þrjú víti. Valsmenn áttu engin svör við Jovan á vítapunktinum. Hvað gekk illa? Þessi leikur var rosalega jafn og hefði í raun verið sanngjarnt ef hann hefði endaði í jafntefli. Það er erfitt að finna hvað gekk illa hjá liðunum í kvöld. Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leik föstudaginn 16. september. Afturelding tekur á móti FH kl 19:40 og Valsmenn taka á móti Herði kl 20:15. Gunnar Magnússon: Ég er mjög svekktur eftir alla þessa baráttu að hafa ekki fengið eitt stig Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar.Vísir/Vilhelm „Þetta er ótrúlega svekkjandi að hafa ekki fengið neitt út úr þessu. Okkur líður eins og við hefðum allavega átt lágmark skilið eitt stig eða tvö. Ég er mjög svekktur eftir alla þessa baráttu að hafa ekki fengið eitt stig,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, svekktur eftir eins marks tap á móti Val í kvöld „Við mættum nákvæmlega til leiks eins og við töluðum um og ætluðum að gera. Ég er mjög ánægður með frammistöðuna hjá liðinu. Vörnin var góð og svona síðustu tíu var þetta leikur markmannanna, Jovan lokaði og svo lokaði Bjöggi á móti, það var lítið skorað. Við vorum kannski orðnir þreyttir síðustu tíu, mér fannst við aðeins sóknarlega missa orkustigið.“ Jovan Kukobat markmaður Aftureldingar byrjaði leikinn en fann sig ekki. Brynjar Vignir Sigurjónsson kom inná í hans stað í fyrri hálfleik sem virtist kveikja í Jovan sem mætti frábær út í seinni hálfleikinn. „Hann var óánægður með sjálfan sig, hann var lengi í gang þannig að Binni kom og átti góða spretti líka. Þeir eru flott teymi, annar er með mikla reynslu og hinn er ungur og efnilegur. Þetta er það sem Jovan á að gera, hann á að eiga svona móment.“ Aftureldingu er spáð 7. sæti í Olís-deildinni í vetur en Gunnar hefur fulla trú á að liðið geri betur en það í vetur og geti staðið í öllum liðum. „Ég hef mikla trú á þessu og mikla trú á þessum drengjum. Mér fannst við sína líka í dag að við eigum helling inni og getum staðið í öllum liðum. Ég hef fulla trú á þessu liði og er sannfærður um það að við eigum eftir að gera vel í vetur.“ Næsti leikur er við FH og ætlar Gunnar að fara yfir þennan leik, laga nokkur atriði og svo mæta þeir klárir í slaginn við Hafnfirðingana. „Við förum yfir þetta og lögum nokkur atriði og mætum klárir í næsta slag. Það er skemmtilegur vetur framundan og við ætlum okkur að sjálfsögðu að berja frá okkur.“
Olís-deild karla Valur Afturelding Tengdar fréttir „Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 8. september 2022 21:31
„Það er hrikalega mikilvægt að við sýnum styrkleika að landa svona sigrum“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var gríðarlega sáttur með sína menn eftir að þeir sigruðu Aftureldingu með einu marki 25-24 í fyrsta leik Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. 8. september 2022 21:31
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti