Erlent

Sex­tán látin vegna aur­skriðu í Úganda

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Rauði krossinn mætti á vettvang.
Rauði krossinn mætti á vettvang. AP/Uganda Red Cross society

Miklar rigningar á þriðjudag í Úganda ollu aurskriðu í Kasese héraði snemma á miðvikudag sem varð sextán manns að bana. Sex glíma við meiðsli vegna skriðunnar og eru sögð fá hjálp á sjúkrahúsi í grenndinni.

Rauði krossinn er sagður á svæðinu ásamt öðrum viðbragðsaðilum en mikil rigning hefur verið í Úganda nú í júlí og hefur hún valdið töluverðri eyðileggingu og frekari dauðsföllum. Í júlí létust 24 vegna flóða í Mbale héraði í Úganda. CNN greinir frá þessu.

Veðurstofan í Úganda hafi varað íbúa landsins við mikilli rigningu sem væri líkleg frá ágúst og fram í desember. Íbúar á svæðum við fjöll hafi verið hvattir til þess að grípa til varúðarráðstafana eða flytjast á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×