Ótrúlegar lokamínútur þegar Juventus gerði jafntefli við Salernitana Arnar Geir Halldórsson skrifar 11. september 2022 20:50 Það fór allt úr böndunum í uppbótartíma. vísir/Getty VAR dómgæsla var í aðalhlutverki þegar Juventus og Salernitana skildu jöfn í síðasta leik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að vera enn taplausir hefur Juventus liðið ekki þótt sannfærandi í spilamennsku sinni í upphafi móts og talið að farið sé að hitna undir Max Allegri, stjóra liðsins. Útlitið var svo sannarlega ekki gott í leikhléi í kvöld því staðan á Juventus leikvangnum var 0-2, Salernitana í vil eftir mörk frá Antonio Candreva og Krzysztof Piatek. Brasilíski varnarmaðurinn Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus strax á 50.mínútu en staðan var áfram 1-2 alveg fram í uppbótartíma en þá fóru hlutirnir sannarlega að gerast. Á 93.mínútu fékk Juventus dæmda vítaspyrnu sem Leonardo Bonucci tók og klúðraði en náði að taka frákastið sjálfur og skora. Staðan orðin jöfn og mikill meðbyr með heimamönnum. Á 95.mínútu virtist Arek Milik vera að tryggja heimamönnum magnaðan endurkomusigur og fögnuðu heimamenn markinu ákaft. Þegar Salernitana var að fara að taka miðjusparkið eftir markið greip VAR inn í og dæmdi mark Milik ólöglegt. Pólski framherjinn hafði fengið sitt annað gula spjald fyrir að fara úr treyjunni í fagnaðarlátunum og var því vikið af velli, fyrir að fagna marki sem taldi ekki. Í kjölfar VAR ákvörðunarinnar ætlaði allt um koll að keyra á vellinum og fór að lokum svo að Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Federico Fazio, leikmaður Salernitana, fengu að líta beint rautt spjald og einnig fékk Allegri rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. 2-2 jafntefli niðurstaðan og fjórða jafntefli Juventus í fyrstu sex leikjunum staðreynd. Ítalski boltinn
VAR dómgæsla var í aðalhlutverki þegar Juventus og Salernitana skildu jöfn í síðasta leik helgarinnar í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að vera enn taplausir hefur Juventus liðið ekki þótt sannfærandi í spilamennsku sinni í upphafi móts og talið að farið sé að hitna undir Max Allegri, stjóra liðsins. Útlitið var svo sannarlega ekki gott í leikhléi í kvöld því staðan á Juventus leikvangnum var 0-2, Salernitana í vil eftir mörk frá Antonio Candreva og Krzysztof Piatek. Brasilíski varnarmaðurinn Bremer minnkaði muninn fyrir Juventus strax á 50.mínútu en staðan var áfram 1-2 alveg fram í uppbótartíma en þá fóru hlutirnir sannarlega að gerast. Á 93.mínútu fékk Juventus dæmda vítaspyrnu sem Leonardo Bonucci tók og klúðraði en náði að taka frákastið sjálfur og skora. Staðan orðin jöfn og mikill meðbyr með heimamönnum. Á 95.mínútu virtist Arek Milik vera að tryggja heimamönnum magnaðan endurkomusigur og fögnuðu heimamenn markinu ákaft. Þegar Salernitana var að fara að taka miðjusparkið eftir markið greip VAR inn í og dæmdi mark Milik ólöglegt. Pólski framherjinn hafði fengið sitt annað gula spjald fyrir að fara úr treyjunni í fagnaðarlátunum og var því vikið af velli, fyrir að fagna marki sem taldi ekki. Í kjölfar VAR ákvörðunarinnar ætlaði allt um koll að keyra á vellinum og fór að lokum svo að Juan Cuadrado, leikmaður Juventus, og Federico Fazio, leikmaður Salernitana, fengu að líta beint rautt spjald og einnig fékk Allegri rautt spjald fyrir kröftug mótmæli. 2-2 jafntefli niðurstaðan og fjórða jafntefli Juventus í fyrstu sex leikjunum staðreynd.