Hundruð jarðskjálfta mælst síðan á miðnætti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. september 2022 10:47 Náttúruvársérfræðingur segir ekki útilokað að stærri skjálftar verði í hrinunni. Getty Ríflega 730 jarðskjálftar hafa mælst í námunda við Grímsey síðan á miðnætti. Stærsti skjálftinn var 4,0 að stærð og mældist klukkan korter í þrjú í nótt. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir. Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinur á þessu svæði séu mjög þekktar. „Það er brotabelti þarna sem liggur fram hjá og kallast Grímseyjarbeltið og þetta eru jarðskjálftahrinur sem verða út af flekahreyfingum,“ segir Kristín Elísa. Síðast varð stór jarðskjálftahrina á svæðinu árið 2018 og sú fjaraði smám saman út. Hið sama átti sér stað árið 2013. „Það er alltaf aukin hætta á því í svona hrinum að það komi stærri skjálftar þannig að það er ekki útilokað að það komi stærri skjálftar. Í hrinunni 2018 þá komu skjálftar sem voru yfir fimm að stærð, þannig að það geta alveg komið stærri skjálftar - það er alveg þekkt í hrinum á þessu svæði,“ segir Kristín Elísa. Á myndinni sést greinilega hve margir skjálftar hafa mælst á svæðinu.Veðurstofan Hún segir brýnt að fólk rifji reglulega upp viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má nálgast á vefsíðu Almannavarna. Þar segir meðal annars að ekki eigi að stilla þungum munum ofarlega í hillur eða á veggi og fyrirbyggja að skápar, málverk og þungir munir geti fallið á svefnstaði. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24 Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Jarðskjálftahrinan hófst hinn 8. september síðastliðinn og hafa rúmlega 4000 skjálftar mælst í hrinunni. Stærsti skjálftinn mældist fyrir tveimur dögum síðan og var hann 4,9 að stærð. Kristín Elísa Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að jarðskjálftahrinur á þessu svæði séu mjög þekktar. „Það er brotabelti þarna sem liggur fram hjá og kallast Grímseyjarbeltið og þetta eru jarðskjálftahrinur sem verða út af flekahreyfingum,“ segir Kristín Elísa. Síðast varð stór jarðskjálftahrina á svæðinu árið 2018 og sú fjaraði smám saman út. Hið sama átti sér stað árið 2013. „Það er alltaf aukin hætta á því í svona hrinum að það komi stærri skjálftar þannig að það er ekki útilokað að það komi stærri skjálftar. Í hrinunni 2018 þá komu skjálftar sem voru yfir fimm að stærð, þannig að það geta alveg komið stærri skjálftar - það er alveg þekkt í hrinum á þessu svæði,“ segir Kristín Elísa. Á myndinni sést greinilega hve margir skjálftar hafa mælst á svæðinu.Veðurstofan Hún segir brýnt að fólk rifji reglulega upp viðbrögð við jarðskjálftum en leiðbeiningar má nálgast á vefsíðu Almannavarna. Þar segir meðal annars að ekki eigi að stilla þungum munum ofarlega í hillur eða á veggi og fyrirbyggja að skápar, málverk og þungir munir geti fallið á svefnstaði.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24 Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12 Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Fleiri fréttir Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Sjá meira
Lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftanna Lýst hefur verið yfir óvissustigi almannavarna vegna yfirstandandi kraftmikillar jarðskjálftahrinu í námunda við Grímsey. Ríkislögreglustjóri tekur þessa ákvörðun í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra. 9. september 2022 16:24
Hélt að herbergisfélagarnir væru í slagsmálum þegar skjálftinn reið yfir Þrír ferðalangar frá Wisconsin í Bandaríkjunum vöknuðu upp með andfælum í nótt þegar jarðskjálfti upp á 4,9 að stærðreið yfir um tólf kílómetra austur af Grímsey þar sem þeir dvelja. Einn þeirra segir að það hafi verið magnað að heyra drunurnar sem fylgdu skjálftanum. 8. september 2022 13:12