Jón Dagur Þorsteinsson var í byrjunarliði Leuven þegar liðið fékk Charleroi í heimsókn í belgísku úrvalsdeildinni.
Jón Dagur og félagar höfðu betur eftir sveiflukenndan leik, 3-2, og lék Jón Dagur fyrsta klukkutímann fyrir Leuven sem er í fjórða sæti deildarinnar.
Í grísku úrvalsdeildinni vann Íslendingalið Atromitos magnaðan 1-4 sigur á Ionikos eftir að hafa verið 1-0 undir í leikhléi. Viðar Örn Kjartansson lék fyrri hálfleik fyrir Atromitos en Samúel Kári Friðjónsson lék síðari hálfleik og skoraði annað mark Atromitos.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Crete sem beið lægri hlut fyrir Panetolikos, 1-2.