Samsæringur skaut eiginkonu sína, dóttur og hund Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2022 09:09 Lögreglan telur mögulegt að maðurinn hafi ætlað sér að myrða fleiri þegar hann var skotinn til bana af lögregluþjónum. Getty Bandarískur maður var skotinn til bana af lögregluþjónum eftir að hann skaut eiginkonu sína, dóttur og hund. Dóttir hans lifði árásina af og hringdi á lögregluna en þegar lögregluþjóna bar að garði skiptist maður á skotum við þá og var skotinn til bana. Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Sonur mannsins og dóttir hans sem lifði af segja hann hafa átt við geðræna vandamál að stríða og að hann hafi sogast í hringiðu Qanon samsæriskenninga. Fjölskyldan bjó í bænum Walled Lake, nærri Detroit, en um klukkan fjögur í gærmorgun barst Neyðarlínunni símtal frá Rachel Lanis (25) sem sagði föður sinn, Igor Lanis (53) hafa skotið hana og móður hennar, Tinu Lanis (56). Dóttirin gat ekki gefið upp nákvæmt heimilisfang en þegar lögregluþjónar komu í hverfið heyrðu þeir skothljóð úr nálægu húsi. Þeir sáu Igor Lanis koma út úr húsinu með haglabyssu og skaut hann á lögregluþjónana, áður en þeir skutu hann til bana. Lögreglan segir Igor hafa verið með bíllykil á sér og hann hafi líklega ætlað sér að fara eitthvað. Michael Bouchard, fógeti, telur að lögregluþjónar hafi komið í veg fyrir að Igor hafi myrt fleiri. Detroit News segir Tinu hafa verið skotna fjórum sinnum með skammbyssu og að Rachel hafi verið skotin með haglabyssu í bakið og fæturna. Hún sé í stöðugu ástandi á sjúkrahúsi. Önnur dóttir hjónanna, Rebecca Lanis, ræddi við miðilinn og sagði föður sinn hafa átt við geðræna vandamál og að undanfarin ár hafi hann versnað verulega. Hann hafi fylgst náið með samsæriskenningum í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum 2020. Meðal annars hafi hann fallið í hringiðu Qanon samsæriskenninga og samsæriskenninga um bóluefni. Rebecca, sem var í afmælisveislu þegar ódæðið átti sér stað, skrifaði um það á Reddit, áður en það varð opinbert, og gerði hún þá á undirsíðunni QAnonCasualties, þar sem aðstandendur samsæringa ræða mál fjölskyldumeðlima sinna sem aðhyllast samsæriskenningar.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19 Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29 Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Samsæringur myrti börn sín til að bjarga heiminum Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fertugan mann fyrir að myrða tvö börn sín með spjótbyssu. Maðurinn sagðist hafa gert það til að bjarga heiminum eftir að hann fékk hugljómun byggða á samsæriskenningum. 12. ágúst 2021 16:19
Q-liðar á krossgötum: Engin herlög og engar fjöldahandtökur Í þrjú ár hafa Qanon-liðar staðið í þeirri trú að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi háð leynilega baráttu gegn djöfladýrkandi Demókrötum og meðlimum elítunnar svokölluðu sem níðast á börnum og drekka blóð þeirra til að halda sér ungum. 21. janúar 2021 12:29
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Twitter bannar fylgjendur fjarstæðukenndrar samsæriskenningar um Trump Fleiri en sjö þúsund Twitter-reikningum sem tengjast fjarstæðukenndri samsæriskenningu af hægri vængnum um Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið eytt. 22. júlí 2020 11:59