BYKO einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum Evrópu BYKO 13. september 2022 12:55 „Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. Frá vinstri; Harpa Eiríksdóttir, mannauðs- og launafulltrúi, Ásgeir Kristinsson, sölumaður í lagnaverslun, Sigurður B. Pálsson, forstjóri, Hulda Júlíana Jónsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Rebekka Ásmundsdóttir, mannauðssérfræðingur, Salbjörg Ólafsdóttir, sölumaður í gólfefndeild og Sveinborg Hafliðadóttir, mannauðsstjóri. BYKO hlaut á dögunum viðurkenningu sem einn af eftirsóknarverðustu vinnustöðum í Evrópu í hópi meðalstórra fyrirtækja. Tölvuleikjafyrirtækið CCP hlaut einnig viðurkenningu í sama flokki, og auglýsingastofan Sahara hlaut viðurkenningu í hópi lítilla fyrirtækja. BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work að því að gera upplifun starfsfólksins í vinnunni eins góða og hægt er. Einn liður í því er viðamikil könnun sem er lögð fyrir starfsfólkið um líðan þess í vinnu, en sambærilegar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum 37 Evrópulanda. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO veitti verðlaununum viðtöku í gærkvöldi ásamt sex öðrum starfsmönnum á hátíðarsamkomu Great Place To Work í Feneyjum. Meira en 500 manns starfa hjá BYKO, en eitt af því sem lá til grundvallar viðurkenningarinnar var að níu af hverjum tíu starfsmönnum sögðust mæla með BYKO sem vinnustað. „Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild“. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Einnig veitir það viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika. Verslun Mannauðsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira
BYKO hefur að undanförnu unnið með alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Great Place to Work að því að gera upplifun starfsfólksins í vinnunni eins góða og hægt er. Einn liður í því er viðamikil könnun sem er lögð fyrir starfsfólkið um líðan þess í vinnu, en sambærilegar nafnlausar kannanir voru lagðar fyrir um 1,4 milljónir starfsfólks í meira en þrjú þúsund fyrirtækjum 37 Evrópulanda. Sigurður Pálsson forstjóri BYKO veitti verðlaununum viðtöku í gærkvöldi ásamt sex öðrum starfsmönnum á hátíðarsamkomu Great Place To Work í Feneyjum. Meira en 500 manns starfa hjá BYKO, en eitt af því sem lá til grundvallar viðurkenningarinnar var að níu af hverjum tíu starfsmönnum sögðust mæla með BYKO sem vinnustað. „Án starfsfólksins værum við einfaldlega ekkert. Á bak við árangur er fólk!“ sagði Sigurður Pálsson þegar hann veitti verðlaununum viðtöku. „Við erum stolt af þessum stóra hópi starfsfólks sem fór nú síðast með okkur í gegnum ótal áskoranir Covid-faraldursins sem gríðarlega sterk og órjúfanleg heild“. Great Place to Work er alþjóðlegt greiningar- og ráðgjafarfyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum að ná betri árangri með því að einbeita sér að starfsreynslu hvers starfsmanns. Fyrirtækið starfar í yfir 60 löndum og veitir árlegar viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina hjá litlum, meðalstórum og stórum fyrirtækjum. Einnig veitir það viðurkenningar fyrir eftirsóknarverðustu vinnustaðina með tilliti til fjölbreytileika.
Verslun Mannauðsmál Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Sjá meira