Sport

Fyrrum bardagakappi hjá UFC látinn aðeins 34 ára að aldri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Thedorou á vigtinni hjá UFC.
Thedorou á vigtinni hjá UFC. vísir/getty

MMA-heimurinn var í áfalli um helgina er það fékkst staðfest að kanadíski bardagakappinn Elias Theodorou væri látinn.

Hann var aðeins 34 ára að aldri en banamein hans var krabbamein.

Theodorou barðist hjá UFC frá 2014 til 2019 og vann átta bardaga en tapaði þremur. Í heildina vann hann nítján bardaga á ferlinum en tapaði aðeins þremur.

Kanadamaðurinn var fyrsti íþróttamaðurinn í Norður-Ameríku sem fékk undanþágu til þess að nota kannabis en hann var að glíma við erfiðan taugasjúkdóm.

MMA-heimurinn hefur syrgt Theodorou síðustu daga en hann var skemmtilegur bardagakappi og hvers manns hugljúfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×