Matip tryggði Liverpool dramatískan sigur

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Joel Matip reyndist hetja Liverpool í kvöld.
Joel Matip reyndist hetja Liverpool í kvöld. Matthew Ashton - AMA/2022 AMA Sports Photo Agency

Joel Matip reyndist hetja Liverpool er hann tryggði liðinu 2-1 sigur gegn Ajax með marki á lokamínútunum í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Mikill hraði var í leiknum og liðin fengu sín færi til að brjóta ísinn. Það var svo Egyptinn Mohamed Salah sem kom heimamönnum í Liverpool í forystu með góðu marki á 17. mínútu leiksins eftir stoðsendingu frá Diogo Jota.

Tíu mínútum síðar var staðan þó orðin jöfn þegar Mohammed Kudus skoraði frábært mark eftir undirbúning Steven Berghuis og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Síðari hálfleikur bauð svo upp á meira af því sama þar sem mikill hraði einkenndi leikinn. Liðin skiptust á að sækja, en eftir því sem leið á voru það heimamenn í Liverpool sem fóru að taka yfir.

Það var svo á 89. mínútu sem sigurmarkið loksins kom þegar Joel Matip skallaði hornspyrnu Konstantinos Tsimikas í netið og tryggði Liverpool 2-1 sigur.

Liverpool er nú með þrjú stig í öðru sæti A-riðils eftir tvo leiki. Ajax er einnig með þrjú stig og situr í þriðja sæti, en Napoli trónir á toppnum, einnig með þrjú stig, en á leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira