Umfjöllun,viðtöl og myndir: Valur - Breiðablik 1-1 | Valskonur skrefi nær titlinum Andri Már Eggertsson skrifar 13. september 2022 22:13 Barátta í leik kvöldsins milli Vals og Breiðabliks Vísir/Vilhelm Valskonur eru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í sannkölluðum stórleik 15. umferðar Bestu-deildarinnar. Valskonur eru því enn með sex stiga forskot á toppnum þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Breiðablik byrjaði á að halda meira í boltann sem skapaði samt sem áður engin dauðafæri á upphafsmínútunum. Eins og oft áður sogast boltinn að Natöshu Ansi þegar hún er í teignum. Í góðri byrjun Breiðabliks var Natasha nálægt því að skora þegar skalli hennar datt í slána. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Þegar leið á fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn og voru flest færi Vals í gegnum föst leikatriði. Heiðdís Lillýardóttir, varnarmaður Breiðabliks, var mistæk á köflum en lukkan var með henni því heimakonur náðu ekki að nýta það þegar hún átti lélega sendingu eða missti boltann. Það dró til tíðinda á 32. mínútu þegar Karítas Tómasdóttir kom Breiðabliki yfir. Anna Petryk átti fyrirgjöf frá hægri sem fór yfir pakkann og beint á Karítas sem var mætt á fjærstöng og tók boltann í fyrsta. Líkt og í úrslitum Mjólkurbikarsins komst Breiðablik yfir. Karítas Tómasdóttir að koma Breiðabliki yfirVísir/Vilhelm Níu mínútum síðar jafnaði Cyera Hintzen metin. Elísa Viðarsdóttir lyfti boltanum inn fyrir þar mætti Cyera og lyfti boltanum afar snyrtilega yfir Evu Nichole Persson. Cyera Hintzen jafnaði metin með laglegu markiVísir/Vilhelm Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, virtist hafa kveikt í sínu liði í hálfleik því Valskonur byrjuðu síðari hálfleik með látum. Cyera Hintzen átti skot í stöng og Ásdís Karen átti hörkuskot í næstu sókn sem Eva Nichole Persson þurfti að hafa mikið fyrir að verja. Eftir öfluga byrjun Vals datt leikurinn niður. Breiðablik komst betur inn í leikinn en hvorugu liðinu tókst að skapa sér dauðafæri. Mariana Sofía Speckmaier kom inn á sem varamaður í kvöldVísir/Vilhelm Í uppbótartíma fékk Birta Georgsdóttir dauðafæri til að skora sigurmarkið. Vigdís Lilja átti góða sendingu inn í teiginn en Birta átti lélega snertingu og færið rann út í sandinn. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Valur er með sex stiga forystu á toppnum þegar þrír leikir eru eftir af Íslandsmótinu. Leikmenn beggja liða gáfu áritanir eftir leikVísir/Vilhelm Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Þetta var týpískt jafntefli í kaflaskiptum leik. Breiðablik byrjaði betur í fyrri hálfleik sem skilaði marki. Eftir mark Breiðabliks tók Valur yfir leikinn síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik og jafnaði leikinn. Valur fékk færi til að bæta við marki í upphafi síðari hálfleiks en nýtti það ekki. Breiðablik aftur á móti fékk færi til að skora undir lok síðari hálfleiks en niðurstaðan sanngjarnt 1-1 jafntefli. Hverjar stóðu upp úr? Karítas Tómasdóttir skoraði eina mark Breiðabliks þar sem hún gerði vel í að lúra á fjærstöng. Burtséð frá markinu var Karítas lífleg í leiknum. Eva Nichole Persson, markmaður Breiðabliks, átti öflugan leik milli stanganna í kvöld. Eva varði vel þegar boltinn kom á markið og var á tánum þegar það reyndi á hana. Cyera Makenzie Hintzen tók mikið til sín í sóknarleik Vals. Cyera skoraði ansi huggulegt mark þegar hún lyfti boltanum yfir Evu og var þetta sjötta mark hennar í deildinni. Hvað gekk illa? Leikurinn datt mikið niður í seinni hálfleik. Valskonur voru full meðvitaðar um að jafntefli væri flott úrslit á meðan Breiðablik hefði átt að veðja öllu til að vinna leikinn fyrr en á 89. mínútu. Hvað gerist næst? Valur fer til Vestmannaeyja í næstu umferð og mætir ÍBV næsta sunnudag klukkan 14:00. Breiðablik fær Aftureldingu í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Pétur Pétursson: Það eru þrír leikir eftir og mótið er ekki búið Pétur Pétursson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð hress eftir jafntefli og hafði gaman að því að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, hafi óskað Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var bara eitt stig og það eru þrír leikir eftir og í pokanum eru níu stig í boði þannig þetta mót er ekki búið,“ sagði Pétur aðspurður hvort uppskeruhátíðin væri í kvöld. Pétri fannst jafntefli sanngjörn niðurstaða enda tvö góð lið að mætast í hörkuleik. „Þetta voru tvö góð lið sem vildu vinna. Við ætluðum ekki að bakka og Breiðablik þurfti á sigri að halda. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum og þarna voru að mætast tvö lið sem vildu vinna.“ „Við spiluðum vel síðasta korterið í fyrri hálfleik og komum vel inn í síðari hálfleik og þegar þessi lið mætast veit maður aldrei hvað getur gerst.“ Í kvöld fór fram fjórði leikurinn milli Vals og Breiðabliks á tímabilinu. Valur hefur þrisvar unnið og gert eitt jafntefli sem Pétur hefði svo sannarlega tekið fyrir mót. „Ég hefði tekið þessum úrslitum gegn Breiðabliki fyrir mót það er alveg pottþétt,“ sagði Pétur að lokum. Myndir: Kátir krakkar í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Þjálfararnir tókust í hendur eftir leikVísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom inn á í kvöldVísir/Vilhelm Stelpurnar fóru glaðar heim með áritanirVísir/Vilhelm Fótbolti Besta deild kvenna Valur Breiðablik
Valskonur eru skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum í knattspyrnu eftir 1-1 jafntefli gegn Breiðabliki í sannkölluðum stórleik 15. umferðar Bestu-deildarinnar. Valskonur eru því enn með sex stiga forskot á toppnum þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir af mótinu. Breiðablik byrjaði á að halda meira í boltann sem skapaði samt sem áður engin dauðafæri á upphafsmínútunum. Eins og oft áður sogast boltinn að Natöshu Ansi þegar hún er í teignum. Í góðri byrjun Breiðabliks var Natasha nálægt því að skora þegar skalli hennar datt í slána. Það var hart barist í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Þegar leið á fyrri hálfleik komst Valur betur inn í leikinn og voru flest færi Vals í gegnum föst leikatriði. Heiðdís Lillýardóttir, varnarmaður Breiðabliks, var mistæk á köflum en lukkan var með henni því heimakonur náðu ekki að nýta það þegar hún átti lélega sendingu eða missti boltann. Það dró til tíðinda á 32. mínútu þegar Karítas Tómasdóttir kom Breiðabliki yfir. Anna Petryk átti fyrirgjöf frá hægri sem fór yfir pakkann og beint á Karítas sem var mætt á fjærstöng og tók boltann í fyrsta. Líkt og í úrslitum Mjólkurbikarsins komst Breiðablik yfir. Karítas Tómasdóttir að koma Breiðabliki yfirVísir/Vilhelm Níu mínútum síðar jafnaði Cyera Hintzen metin. Elísa Viðarsdóttir lyfti boltanum inn fyrir þar mætti Cyera og lyfti boltanum afar snyrtilega yfir Evu Nichole Persson. Cyera Hintzen jafnaði metin með laglegu markiVísir/Vilhelm Staðan í hálfleik var jöfn 1-1. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, virtist hafa kveikt í sínu liði í hálfleik því Valskonur byrjuðu síðari hálfleik með látum. Cyera Hintzen átti skot í stöng og Ásdís Karen átti hörkuskot í næstu sókn sem Eva Nichole Persson þurfti að hafa mikið fyrir að verja. Eftir öfluga byrjun Vals datt leikurinn niður. Breiðablik komst betur inn í leikinn en hvorugu liðinu tókst að skapa sér dauðafæri. Mariana Sofía Speckmaier kom inn á sem varamaður í kvöldVísir/Vilhelm Í uppbótartíma fékk Birta Georgsdóttir dauðafæri til að skora sigurmarkið. Vigdís Lilja átti góða sendingu inn í teiginn en Birta átti lélega snertingu og færið rann út í sandinn. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og Valur er með sex stiga forystu á toppnum þegar þrír leikir eru eftir af Íslandsmótinu. Leikmenn beggja liða gáfu áritanir eftir leikVísir/Vilhelm Af hverju endaði leikurinn með jafntefli? Þetta var týpískt jafntefli í kaflaskiptum leik. Breiðablik byrjaði betur í fyrri hálfleik sem skilaði marki. Eftir mark Breiðabliks tók Valur yfir leikinn síðustu fimmtán mínúturnar í fyrri hálfleik og jafnaði leikinn. Valur fékk færi til að bæta við marki í upphafi síðari hálfleiks en nýtti það ekki. Breiðablik aftur á móti fékk færi til að skora undir lok síðari hálfleiks en niðurstaðan sanngjarnt 1-1 jafntefli. Hverjar stóðu upp úr? Karítas Tómasdóttir skoraði eina mark Breiðabliks þar sem hún gerði vel í að lúra á fjærstöng. Burtséð frá markinu var Karítas lífleg í leiknum. Eva Nichole Persson, markmaður Breiðabliks, átti öflugan leik milli stanganna í kvöld. Eva varði vel þegar boltinn kom á markið og var á tánum þegar það reyndi á hana. Cyera Makenzie Hintzen tók mikið til sín í sóknarleik Vals. Cyera skoraði ansi huggulegt mark þegar hún lyfti boltanum yfir Evu og var þetta sjötta mark hennar í deildinni. Hvað gekk illa? Leikurinn datt mikið niður í seinni hálfleik. Valskonur voru full meðvitaðar um að jafntefli væri flott úrslit á meðan Breiðablik hefði átt að veðja öllu til að vinna leikinn fyrr en á 89. mínútu. Hvað gerist næst? Valur fer til Vestmannaeyja í næstu umferð og mætir ÍBV næsta sunnudag klukkan 14:00. Breiðablik fær Aftureldingu í heimsókn næsta sunnudag klukkan 19:15. Pétur Pétursson: Það eru þrír leikir eftir og mótið er ekki búið Pétur Pétursson á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var nokkuð hress eftir jafntefli og hafði gaman að því að Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, hafi óskað Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta var bara eitt stig og það eru þrír leikir eftir og í pokanum eru níu stig í boði þannig þetta mót er ekki búið,“ sagði Pétur aðspurður hvort uppskeruhátíðin væri í kvöld. Pétri fannst jafntefli sanngjörn niðurstaða enda tvö góð lið að mætast í hörkuleik. „Þetta voru tvö góð lið sem vildu vinna. Við ætluðum ekki að bakka og Breiðablik þurfti á sigri að halda. Bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum og þarna voru að mætast tvö lið sem vildu vinna.“ „Við spiluðum vel síðasta korterið í fyrri hálfleik og komum vel inn í síðari hálfleik og þegar þessi lið mætast veit maður aldrei hvað getur gerst.“ Í kvöld fór fram fjórði leikurinn milli Vals og Breiðabliks á tímabilinu. Valur hefur þrisvar unnið og gert eitt jafntefli sem Pétur hefði svo sannarlega tekið fyrir mót. „Ég hefði tekið þessum úrslitum gegn Breiðabliki fyrir mót það er alveg pottþétt,“ sagði Pétur að lokum. Myndir: Kátir krakkar í leik kvöldsinsVísir/Vilhelm Þjálfararnir tókust í hendur eftir leikVísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom inn á í kvöldVísir/Vilhelm Stelpurnar fóru glaðar heim með áritanirVísir/Vilhelm