Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2022 14:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir samtökin finna fyrir aukinni aðsókn í þjónustu þeirra. Mynd/Ásta Kristjáns Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11