Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa á Flugvöllum í Hafnarfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 13. september 2022 20:40 Hópur starfsmanna úr ýmsum deildum Icelandair tók fyrstu skóflustungurnar. Egill Aðalsteinsson Fyrsta skóflustunga að nýjum höfuðstöðvum Icelandair í Hafnarfirði var tekin síðdegis. Forstjórinn vonast til að skoðað verði hvort gömlu skrifstofurnar á Reykjavíkurflugvelli geti hentað sem flugstöð. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá farþegaþotu Icelandair fljúga lágt yfir Vallahverfi í Hafnarfirði í sömu mund og forstjóri félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði svo fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga, sem birtist skömmu síðar, vera framtíðina. Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd má sjá hóp fólks saman kominn til að fagna fyrstu skóflustungunni.Egill Aðalsteinsson „En aftur að framtíðinni og húsnæðismálunum. Hér ætlum við að byggja eftirsóttasta og besta vinnustað landsins. Það er okkar markmið,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi afhenti svo umsjónarmanni fasteigna félagsins, Jóhanni Úlfarssyni, skóflu sem starfsmenn í viðhaldsskýli Icelandair smíðuðu úr hlutum úr 757 þotu en skófluspaðinn, úr títan-málmi, er úr hreyfilblaði vélarinnar. Tók Jóhann fyrstu skóflustunguna ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu deildum. Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024. Útlitsmynd af nýjum höfuðstöðvum Icelandair.Icelandair Um leið flytur þetta langstærsta samgöngufyrirtæki landsins úr Reykjavík og úr gömlu Loftleiðabyggingunni, sem upphaflega átti að verða flugstöð. En gæti forstjóri Icelandair séð fyrir sér að gömlu höfuðstöðvarnar verði flugstöð? „Ég veit það nú ekki. En ég held að það liggi alveg fyrir, og allir eru sammála því, að það þarf að endurbæta flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli, hvernig sem það verður gert. Hún er alls ekki boðleg, hvorki fyrir starfsfólk né farþega, eins og hún er í dag.“ Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli var upphaflega ætlað að vera flugstöð.Vísir -En væri þetta ekki úrvalshús að leggja undir flugstöð? „Hugsanlega er þetta bara fínt hús og gæti hentað vel og það verða fasteignaeigendur og aðrir að skoða núna í framhaldinu. Vonandi horfa þeir á þann möguleika,“ svarar Bogi Nils. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um smíði Loftleiðabyggingarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum: Icelandair Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá farþegaþotu Icelandair fljúga lágt yfir Vallahverfi í Hafnarfirði í sömu mund og forstjóri félagsins bauð gesti velkomna. Hann sagði svo fyrstu rafmagnsflugvél Íslendinga, sem birtist skömmu síðar, vera framtíðina. Nýjar höfuðstöðvar Icelandair rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrir miðri mynd má sjá hóp fólks saman kominn til að fagna fyrstu skóflustungunni.Egill Aðalsteinsson „En aftur að framtíðinni og húsnæðismálunum. Hér ætlum við að byggja eftirsóttasta og besta vinnustað landsins. Það er okkar markmið,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi afhenti svo umsjónarmanni fasteigna félagsins, Jóhanni Úlfarssyni, skóflu sem starfsmenn í viðhaldsskýli Icelandair smíðuðu úr hlutum úr 757 þotu en skófluspaðinn, úr títan-málmi, er úr hreyfilblaði vélarinnar. Tók Jóhann fyrstu skóflustunguna ásamt hópi starfsmanna úr hinum ýmsu deildum. Nýju höfuðstöðvarnar rísa við þjálfunarsetur félagsins við götuna Flugvelli og verða í fimm þúsund fermetra viðbyggingu, sem áætlað er að verði tilbúin í árslok 2024. Útlitsmynd af nýjum höfuðstöðvum Icelandair.Icelandair Um leið flytur þetta langstærsta samgöngufyrirtæki landsins úr Reykjavík og úr gömlu Loftleiðabyggingunni, sem upphaflega átti að verða flugstöð. En gæti forstjóri Icelandair séð fyrir sér að gömlu höfuðstöðvarnar verði flugstöð? „Ég veit það nú ekki. En ég held að það liggi alveg fyrir, og allir eru sammála því, að það þarf að endurbæta flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli, hvernig sem það verður gert. Hún er alls ekki boðleg, hvorki fyrir starfsfólk né farþega, eins og hún er í dag.“ Loftleiðabyggingunni á Reykjavíkurflugvelli var upphaflega ætlað að vera flugstöð.Vísir -En væri þetta ekki úrvalshús að leggja undir flugstöð? „Hugsanlega er þetta bara fínt hús og gæti hentað vel og það verða fasteignaeigendur og aðrir að skoða núna í framhaldinu. Vonandi horfa þeir á þann möguleika,“ svarar Bogi Nils. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjallað var um smíði Loftleiðabyggingarinnar í þessari frétt Stöðvar 2 fyrir fimm árum:
Icelandair Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27 Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Flytja höfuðstöðvarnar frá Nauthólsvegi á Flugvelli Icelandair Group skrifaði í dag undir samning við fasteignafélagið Reiti um sölu á skrifstofuhúsnæði félagsins við Nauthólsveg 50. Söluverðið er tæplega 2,3 milljarðar króna, sem verður nýtt að hluta til uppgreiðslu láns sem er áhvílandi á fasteigninni og styrkja lausafjárstöðu félagsins. 30. desember 2020 20:27
Loftleiðir eindregið gegn því að flugið flyttist til Keflavíkur Loftleiðamenn voru andvígir því að millilandaflugið flyttist til Keflavíkur, vildu Álftanesflugvöll, en buðust til lána ríkinu fyrir stækkun Reykjavíkurflugvallar þegar þeir hófu byggingu flugstöðvar þar árið 1962. 21. apríl 2017 21:15