Halla nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 20:44 Halla er nýr forstjóri SH. Sóltún Halla Thoroddsen er nýr forstjóri Sóltúns heilbrigðisþjónustu ehf. (SH). Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sóltúns. Þar segir að dótturfyrirtæki SH séu Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Öldungur ehf. en Halla var áður framkvæmdastjóri fyrrnefnda félagsins, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur á Sólvangi. Anna Birna Jensdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH. Þórir Kjartansson sem hefur verið stjórnarformaður Öldungs undanfarin 13 ár mun víkja sem stjórnarformaður en sitja áfram í stjórn félagsins ásamt Arnari Þórissyni. Anna Birna Jensdóttir (t.v.) sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH.Sóltún „Það er að okkar mati kominn tími til að sameina rekstur fyrirtækja okkar í öldrunarþjónustu undir eina stjórn. Með þessum breytingum búum við til enn sterkara teymi stjórnenda sem getur stýrt fyrirtækjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu í gegnum þann vöxt sem er framundan. Ég er mjög stoltur af þeim öfluga mannauði sem starfar hjá fyrirtækjum okkar í öldrunarþjónustu og hafa sýnt það og sannað að þar er ávallt veitt gæða þjónusta en þjónusta við íbúana og velferð þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi“ er haft eftir Þóri Kjartanssyni í tilkynningunni. Íslensk fjárfesting ehf. og Hjúkrunarmat og ráðgjöf ehf. eiga sameiginlega SH sem veitir ríkinu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Íslensk fjárfesting sem er félag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar á 90% hlut í SH en Hjúkrunarmat og Ráðgjöf er 10% hluthafi í SH. Eigandi Hjúkrunarmats og Ráðgjafar ehf. er Anna Birna Jensdóttir. Með þessum breytingum er tekið fyrsta skrefið í að efla og samþætta betur þá þjónustu sem félögin veita, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er trú okkar að með því að samþætta þjónustu svo sem hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, rekstur eldhúss, innkaup, fjármál og fleira þá muni þjónustan verða betri, sem íbúar og starfsfólk mun njóta góðs af og í leiðinni verður mun meiri sérhæfing á ýmsum sviðum“, segir Halla Thoroddsen forstjóri SH,“ er haft eftir Höllu. Vistaskipti Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Þar segir að dótturfyrirtæki SH séu Sóltún öldrunarþjónusta ehf. og Öldungur ehf. en Halla var áður framkvæmdastjóri fyrrnefnda félagsins, sem rekur Sólvang hjúkrunarheimili, Sóltún Heima og Sóltún Heilsusetur á Sólvangi. Anna Birna Jensdóttir sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH. Þórir Kjartansson sem hefur verið stjórnarformaður Öldungs undanfarin 13 ár mun víkja sem stjórnarformaður en sitja áfram í stjórn félagsins ásamt Arnari Þórissyni. Anna Birna Jensdóttir (t.v.) sem hefur verið framkvæmdastjóri Öldungs hf. í rúm 20 ár eða frá stofnun Sóltúns hjúkrunarheimilis hættir störfum sem framkvæmdastjóri en tekur nú við sem starfandi stjórnarformaður hjá SH.Sóltún „Það er að okkar mati kominn tími til að sameina rekstur fyrirtækja okkar í öldrunarþjónustu undir eina stjórn. Með þessum breytingum búum við til enn sterkara teymi stjórnenda sem getur stýrt fyrirtækjum Sóltúns heilbrigðisþjónustu í gegnum þann vöxt sem er framundan. Ég er mjög stoltur af þeim öfluga mannauði sem starfar hjá fyrirtækjum okkar í öldrunarþjónustu og hafa sýnt það og sannað að þar er ávallt veitt gæða þjónusta en þjónusta við íbúana og velferð þeirra er ávallt höfð í fyrirrúmi“ er haft eftir Þóri Kjartanssyni í tilkynningunni. Íslensk fjárfesting ehf. og Hjúkrunarmat og ráðgjöf ehf. eiga sameiginlega SH sem veitir ríkinu þjónustu á sviði öldrunarþjónustu í gegnum samninga við Sjúkratryggingar Íslands. Íslensk fjárfesting sem er félag í eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar á 90% hlut í SH en Hjúkrunarmat og Ráðgjöf er 10% hluthafi í SH. Eigandi Hjúkrunarmats og Ráðgjafar ehf. er Anna Birna Jensdóttir. Með þessum breytingum er tekið fyrsta skrefið í að efla og samþætta betur þá þjónustu sem félögin veita, að því er fram kemur í tilkynningunni. „Það er trú okkar að með því að samþætta þjónustu svo sem hjúkrun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, rekstur eldhúss, innkaup, fjármál og fleira þá muni þjónustan verða betri, sem íbúar og starfsfólk mun njóta góðs af og í leiðinni verður mun meiri sérhæfing á ýmsum sviðum“, segir Halla Thoroddsen forstjóri SH,“ er haft eftir Höllu.
Vistaskipti Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira