„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Elísabet Hanna skrifar 14. september 2022 20:01 Håkon Broder Lund Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. Upphaf sögunnar má rekja til þess að Bandaríkjamaðurinn David Balsam hafði samband við fjölmiðlakonuna Viktoríu Hermannsdóttur. Viktoría hafði þá nýlega gert þáttaröðina Ástandsbörn og hafði David samband í von um að hún gæti hjálpað honum að finna mögulegan bróður sinn á Íslandi. Einu upplýsingarnar sem hann hafði á milli handanna voru fæðingarárið 1945 og nafn móðurinnar. Viktoría og Allan héldu ræðu fyrir sýningu myndarinnar í gær.Håkon Broder Lund Eftir að David hafði samband fór hún á fullt að grennslast fyrir um þennan mögulega bróður. Út frá því urðu þættirnir Á ég bróður á Íslandi? til. Þau fundu Árna Jón, sem var mögulega týndi bróðirinn, og hittust þeir út frá því. Vildi vita meira Leikstjórar myndarinnar eru þau Viktoría og Allan Sigurðsson. „Eftir að við fundum Árna vildi ég gera eitthvað meira en ég hafði aldrei gert heimildarmynd áður. Ég hafði samband við Allan sem var til í þetta verkefni með mér,“ segir Viktoría í samtali við Vísi. Úr varð myndin Velkominn Árni. Í myndinni er fylgst með ferðalagi Árna til Bandaríkjanna. Þar hittir hann alla fjölskyldu mögulegs bróður síns og undirgengst DNA próf til að athuga hvort að hann sé í raun sá sem leitað var. „Ég er svo glöð að hafa kynnst Árna því hann er svo ótrúlega skemmtilegur og einlægur. Hann er svo frábær og það hefur gefið okkur mikið að fá hann inn í okkar líf,“ segir hún um Árna. Gaman að deila myndinni með öðrum Gerð myndarinnar hefur átt hug þeirra Allans og Viktoríu í tæp fjögur ár á milli annarra verkefna. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2022, sem er hátíð íslenskra heimildakvikmynda. „Það hefur verið ótrúleg upplifun að sýna myndina og deila henni með fólki,“ segir Viktoría. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Þroskasaga Árna „Sagan er stærri en bara ferðalagið út,“ segir hún einnig. „Þetta er þroskasaga manns sem hefur ekki leift sér að lifa lífinu.“ Auk þess að vera viðfangsefni myndarinnar lét Árni, sem er 77 ára gamall, drauminn rætast og gaf út sína fyrstu ljóðabók í gær. Það myndaðist röð þar sem gestir myndarinnar biðu eftir árituðu eintaki frá skáldinu.Håkon Broder Lund Árni hafði nefnt þann draum við Viktoríu að gefa úr ljóðabók. Hún bað hann þá að færa sér nokkur af sínum helstu ljóðum, sem hann gerði, handskrifuð í bók. „Ég mundi eftir handskrifuðu ljóðabókinni þremur dögum fyrir brúðkaupið mitt,“ segir Viktoría sem giftist eiginmanni sínum Sólmundi Hólm um helgina. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) „Ég skrifaði hana upp, reddaði umbrotsmanni og við náðum að koma henni í prent. Hún var svo tilbúin í gærmorgun, sama dag og við frumsýndum myndina“ segir hún um bókina. Ljóðabókin ber heitið Seyðingur og bætir Viktoría við: „Það eru ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi.“ Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30 Sóli og Viktoría gengu í hjónaband Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir gengu í hið heilaga í dag. 10. september 2022 18:27 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Upphaf sögunnar má rekja til þess að Bandaríkjamaðurinn David Balsam hafði samband við fjölmiðlakonuna Viktoríu Hermannsdóttur. Viktoría hafði þá nýlega gert þáttaröðina Ástandsbörn og hafði David samband í von um að hún gæti hjálpað honum að finna mögulegan bróður sinn á Íslandi. Einu upplýsingarnar sem hann hafði á milli handanna voru fæðingarárið 1945 og nafn móðurinnar. Viktoría og Allan héldu ræðu fyrir sýningu myndarinnar í gær.Håkon Broder Lund Eftir að David hafði samband fór hún á fullt að grennslast fyrir um þennan mögulega bróður. Út frá því urðu þættirnir Á ég bróður á Íslandi? til. Þau fundu Árna Jón, sem var mögulega týndi bróðirinn, og hittust þeir út frá því. Vildi vita meira Leikstjórar myndarinnar eru þau Viktoría og Allan Sigurðsson. „Eftir að við fundum Árna vildi ég gera eitthvað meira en ég hafði aldrei gert heimildarmynd áður. Ég hafði samband við Allan sem var til í þetta verkefni með mér,“ segir Viktoría í samtali við Vísi. Úr varð myndin Velkominn Árni. Í myndinni er fylgst með ferðalagi Árna til Bandaríkjanna. Þar hittir hann alla fjölskyldu mögulegs bróður síns og undirgengst DNA próf til að athuga hvort að hann sé í raun sá sem leitað var. „Ég er svo glöð að hafa kynnst Árna því hann er svo ótrúlega skemmtilegur og einlægur. Hann er svo frábær og það hefur gefið okkur mikið að fá hann inn í okkar líf,“ segir hún um Árna. Gaman að deila myndinni með öðrum Gerð myndarinnar hefur átt hug þeirra Allans og Viktoríu í tæp fjögur ár á milli annarra verkefna. Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2022, sem er hátíð íslenskra heimildakvikmynda. „Það hefur verið ótrúleg upplifun að sýna myndina og deila henni með fólki,“ segir Viktoría. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) Þroskasaga Árna „Sagan er stærri en bara ferðalagið út,“ segir hún einnig. „Þetta er þroskasaga manns sem hefur ekki leift sér að lifa lífinu.“ Auk þess að vera viðfangsefni myndarinnar lét Árni, sem er 77 ára gamall, drauminn rætast og gaf út sína fyrstu ljóðabók í gær. Það myndaðist röð þar sem gestir myndarinnar biðu eftir árituðu eintaki frá skáldinu.Håkon Broder Lund Árni hafði nefnt þann draum við Viktoríu að gefa úr ljóðabók. Hún bað hann þá að færa sér nokkur af sínum helstu ljóðum, sem hann gerði, handskrifuð í bók. „Ég mundi eftir handskrifuðu ljóðabókinni þremur dögum fyrir brúðkaupið mitt,“ segir Viktoría sem giftist eiginmanni sínum Sólmundi Hólm um helgina. View this post on Instagram A post shared by S O L I H O L M (@soliholm) „Ég skrifaði hana upp, reddaði umbrotsmanni og við náðum að koma henni í prent. Hún var svo tilbúin í gærmorgun, sama dag og við frumsýndum myndina“ segir hún um bókina. Ljóðabókin ber heitið Seyðingur og bætir Viktoría við: „Það eru ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi.“
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30 Sóli og Viktoría gengu í hjónaband Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir gengu í hið heilaga í dag. 10. september 2022 18:27 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Sjá meira
Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. 7. júní 2022 13:30
Sóli og Viktoría gengu í hjónaband Grínistinn Sólmundur Hólm og fjölmiðlakonan Viktoría Hermannsdóttir gengu í hið heilaga í dag. 10. september 2022 18:27