R. Kelly sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og tælingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 06:27 R. Kelly var sakfelldur fyrir enn eitt kynferðisbrotið í gær. Getty/Antonio Perez Bandaríski tónlistarmaðurinn R. Kelly var í gær sakfelldur fyrir framleiðslu barnakláms og fyrir að hafa lokkað stúlkur til að stunda með sér kynlíf. Kelly var sakfelldur af dómstóli í heimabæ hans Chicago en þetta er enn einn dómurinn sem Kelly hefur hlotið fyrir að hafa misnotað börn kynferðislega. Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago. Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Saksóknarar tryggðu sakfellingu í sex ákæruliðum af þrettán en margir þeirra liða sem Kelly var sakfelldur fyrir eru þess eðlis að dómurum ber að gefa þunga refsingu við þeim. Kelly var hins vegar ekki sakfelldur fyrir þann ákærulið sem þótti mikilvægastur: Að Kelly og þáverandi viðskiptastjóra hans hafi tekist að breyta niðurstöðum dómsmáls, sem var höfðað gegn honum árið 2008. Kelly var þá ákærður fyrir að hafa barnaklám í vörslum sínum. Derrel McDavid, fyrrverandi viðskiptastjóri Kelly, og Milton Brown voru einnig ákærðir í því máli sem dæmt var í, í gær. Þeir voru báðir sýknaðir af öllum ákæruliðum. Fram kemur í frétt AP um málið að McDavid hafi sagt í dómsal að vitnisburður fjögurra fórnarlamba Kelly hafi breytt skoðun hans um tónlistarmanninn. Að hans mati væri Kelly ekki treystandi. Málið sem Kelly hefur nú verið sakfelldur fyrir er í raun það sama og kom til kasta dómstóla árið 2008. Í báðum dómsmálum var myndbandsupptaka lykilsönnunargagn. Í myndbandinu má sjá Kelly og unga stúlku, sem kom fram fyrir dómi undir dulnefninu Jane í kynferðislegum athöfnum. Jane, sem er nú 37 ára gömul, sagðist hafa verið fjórtán ára gömul þegar myndbandið var tekið upp og Kelly þrítugur. Lögmaður Kelly, Jennifer Bonjean, sagði í samtali við fréttamenn fyrir utan dómsalin eftir að dómur var kveðinn upp að Kelly væri vanur vondum fréttum. Hann eigi þá enn eftir að takast á við ýmsar ásakanir fyrir dómstólum. „En hann sagði að honum væri létt að þetta mál heyrði nú sögunni til,“ sagði Bonjean. Kelly var í júnímánuði dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir fjárkúgun og mansal og á ekki rétt á reynslulausn fyrr en hann verður um áttrætt. Kelly er nú 55 ára gamall. Enn á eftir að ákveða refsingu í því máli sem hann var sakfelldur fyrir í gær en búast má við ákvörðun á næstu mánuðum. Þá á Kelly enn eftir að mæta fyrir dómstóla tvisvar í viðbót, annnars vegar í Minnesota og hins vegar í Chicago.
Mál R. Kelly Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14 R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21 R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Á sjálfsvígsvakt eftir dóminn vegna frægðar sinnar Söngvarinn R. Kelly hefur verið settur á sjálfsvígsvakt í fangelsinu sem hann dvelur í. Hann var dæmdur í þrjátíu ára fangelsi á miðvikudaginn fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. 1. júlí 2022 21:14
R. Kelly dæmdur í 30 ára fangelsi Bandaríski söngvarinn R. Kelly var fyrr í kvöld dæmdur í þrjátíu ára fangelsi fyrir að nota frægð sína til að þvinga unga aðdáendur til samræðis og beita þá markvissri kynferðislegri misnotkun. Einnig var honum gert að greiða 100 þúsund dala sekt. 29. júní 2022 19:21
R. Kelly sakfelldur Tónlistarmaðurinn R. Kelly var fyrir stundu sakfelldur fyrir fjölda brota, sem lutu meðal annars að kynferðislegri misnotkun á börnum, mútum, mannráni og mansali. 27. september 2021 19:49