Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2022 07:36 Adnan Syed hefur nú setið í fangelsi fyrri morðið í rúma tvo áratugi. AP/Barbara Haddock Taylor Saksóknarar í Baltimore í Bandaríkjunum segjast nú endurrannsaka morð sem unglingsdrengur var sakfelldur fyrir um aldamótin. Málið vakti gríðarlega athygli að nýju þegar um það var fjallað í hinu geysivinsæla glæpahlaðvarpi Serial. Adnan Syed var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni, Hae Min Lee, en lík hennar fannst grafið í skóglendi í Baltimore árið 1999. Marilyn Mosby, saksóknari í Baltimore, segir nú að tveir aðrir séu grunaðir um morðið. Mosby óskaði eftir því við dómstól í Baltimore í gær að fella niður dóminn yfir Syed, sem var kveðinn upp í febrúar 2000, og halda ný réttarhöld yfir Syed. Málið kom til mikillar umfjöllunar og vakti athygli um heim allan eftir að það var tekið fyrir í hlaðvarpinu Serial, sem kom út árið 2014. Blaðamaðurinn sem gerði hlaðvarpsþættina dró niðurstöður rannsakenda verulega í efa og síðan hafa verið skiptar skoðanir um sök Syed. „Eftir tæplega árslanga rannsókn á staðreyndum málsins er niðurstaða okkar sú að Syed eigi ný réttarhöld skilið. Hann á rétt á almennilegum verjendum og rétt á því að nýjustu sönnunargögn verði kynnt,“ sagði Mosby í yfirlýsingu í gær. „Sem hluti af réttarkerfinu ber okkur skylda til að tryggja það að sakfellingar séu réttmætar og við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að leiðrétta það sem illa hefur farið.“ Annar grunuðu hótaði að drepa Lee Syed var sakfelldur af kviðdómi árið 2000 fyrir að hafa skipulagt morðið á Min Lee, ræt henni, haldið henni fanginni og fyrir rán. Því var velt upp í hlaðvarpinu Serial að lögreglan hafi á sínum tíma ákveðið, án réttlætanlegra ástæðna, að Syed væri sekur um morðið án þess að rannsaka málið til hlítar og að aðförin að Syed hafi að einhverju leiti verið byggð á kynþáttfordómum, en Syed er múslimi. Að sögn saksóknara eru þeir tveir, sem nú gætu haft stöðu grunaðs, hafi verið lögreglu þekktir frá því að Min Lee var myrt árið 1999. Annar þeirra hafi orðið uppvís að því að hafa hótað Min Lee að hann myndi láta hana hverfa og hótað því að drepa hana. Hvorugur þessarra nýju grunuðu hefur verið nafngreindur af saksóknurum. Töluðu aldrei við lykilvitni Þá var vakin athygli á því í hlaðvarpsþáttunum að saksóknarar hafi á sínum tíma ekki tilkynnt lögmönnum Syeds um fund sönnunargagna, sem hefðu getað bent til sakleysis hans. Bifreið Min Lee fannst þá á bak við hús annars þeirra sem nú er grunaður um morðið að sögn saksónara. Þær upplýsingar voru þó ekki kunnar saksóknurum fyrr en á þessu ári að sögn Mosby. Mosby tók það þá fram í yfirlýsingunni að saksóknarar tryðu því ekki endilega að Syed sé saklaus. „Hins vegar trúir ríkið því ekki lengur að sakfellingin hfai komið til á réttnæman hátt,“ segir í yfirlýsingu skrifstofu saksóknara. This is big news. For the first time, Baltimore prosecutors are saying they don't have confidence in Adnan Syed's conviction and are asking for his release. https://t.co/5Z4VkWcunY— Serial (@serial) September 14, 2022 Erica Suter, lögmaður Syeds, sagði í fréttatilkynningu í gær að lítil sem engin haldbær sönnunargögn liggi fyrir sem sanni sekt Syeds. „Auk þess sem sönnunargögn benda alltaf meira og meira til sektar hinna sem eru grunaðir í málinu. Þessi ósanngjarna og óréttmæta sakfelling má ekki standa. Syed er þakklátur því að þessar nýju upplýsingar séu loksins komnar fram og hlakkar til þess að mæta aftur í dómsal.“ Syed hefur ítrekað reynt að fá mál sitt tekið upp að nýju af dómstólum en var síðast synjað af æðsta dómstóli Maryland-fylkis árið 2019. Eins og dregið var fram í hlaðvarpinu Serial töluðu rannsakendur ekki við lykilvitnið Asia McClain á sínum tíma en hún staðfesti í hlaðvarpinu frásögn Syeds um að hann hafi verið staddur á bókasafni þegar fyrrverandi kærasta hans var myrt. Hann hefur alla tíð neitað sök í málinu. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Sjá meira
Adnan Syed var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á fyrrverandi kærustu sinni, Hae Min Lee, en lík hennar fannst grafið í skóglendi í Baltimore árið 1999. Marilyn Mosby, saksóknari í Baltimore, segir nú að tveir aðrir séu grunaðir um morðið. Mosby óskaði eftir því við dómstól í Baltimore í gær að fella niður dóminn yfir Syed, sem var kveðinn upp í febrúar 2000, og halda ný réttarhöld yfir Syed. Málið kom til mikillar umfjöllunar og vakti athygli um heim allan eftir að það var tekið fyrir í hlaðvarpinu Serial, sem kom út árið 2014. Blaðamaðurinn sem gerði hlaðvarpsþættina dró niðurstöður rannsakenda verulega í efa og síðan hafa verið skiptar skoðanir um sök Syed. „Eftir tæplega árslanga rannsókn á staðreyndum málsins er niðurstaða okkar sú að Syed eigi ný réttarhöld skilið. Hann á rétt á almennilegum verjendum og rétt á því að nýjustu sönnunargögn verði kynnt,“ sagði Mosby í yfirlýsingu í gær. „Sem hluti af réttarkerfinu ber okkur skylda til að tryggja það að sakfellingar séu réttmætar og við verðum að gera það sem í okkar valdi stendur til að leiðrétta það sem illa hefur farið.“ Annar grunuðu hótaði að drepa Lee Syed var sakfelldur af kviðdómi árið 2000 fyrir að hafa skipulagt morðið á Min Lee, ræt henni, haldið henni fanginni og fyrir rán. Því var velt upp í hlaðvarpinu Serial að lögreglan hafi á sínum tíma ákveðið, án réttlætanlegra ástæðna, að Syed væri sekur um morðið án þess að rannsaka málið til hlítar og að aðförin að Syed hafi að einhverju leiti verið byggð á kynþáttfordómum, en Syed er múslimi. Að sögn saksóknara eru þeir tveir, sem nú gætu haft stöðu grunaðs, hafi verið lögreglu þekktir frá því að Min Lee var myrt árið 1999. Annar þeirra hafi orðið uppvís að því að hafa hótað Min Lee að hann myndi láta hana hverfa og hótað því að drepa hana. Hvorugur þessarra nýju grunuðu hefur verið nafngreindur af saksóknurum. Töluðu aldrei við lykilvitni Þá var vakin athygli á því í hlaðvarpsþáttunum að saksóknarar hafi á sínum tíma ekki tilkynnt lögmönnum Syeds um fund sönnunargagna, sem hefðu getað bent til sakleysis hans. Bifreið Min Lee fannst þá á bak við hús annars þeirra sem nú er grunaður um morðið að sögn saksónara. Þær upplýsingar voru þó ekki kunnar saksóknurum fyrr en á þessu ári að sögn Mosby. Mosby tók það þá fram í yfirlýsingunni að saksóknarar tryðu því ekki endilega að Syed sé saklaus. „Hins vegar trúir ríkið því ekki lengur að sakfellingin hfai komið til á réttnæman hátt,“ segir í yfirlýsingu skrifstofu saksóknara. This is big news. For the first time, Baltimore prosecutors are saying they don't have confidence in Adnan Syed's conviction and are asking for his release. https://t.co/5Z4VkWcunY— Serial (@serial) September 14, 2022 Erica Suter, lögmaður Syeds, sagði í fréttatilkynningu í gær að lítil sem engin haldbær sönnunargögn liggi fyrir sem sanni sekt Syeds. „Auk þess sem sönnunargögn benda alltaf meira og meira til sektar hinna sem eru grunaðir í málinu. Þessi ósanngjarna og óréttmæta sakfelling má ekki standa. Syed er þakklátur því að þessar nýju upplýsingar séu loksins komnar fram og hlakkar til þess að mæta aftur í dómsal.“ Syed hefur ítrekað reynt að fá mál sitt tekið upp að nýju af dómstólum en var síðast synjað af æðsta dómstóli Maryland-fylkis árið 2019. Eins og dregið var fram í hlaðvarpinu Serial töluðu rannsakendur ekki við lykilvitnið Asia McClain á sínum tíma en hún staðfesti í hlaðvarpinu frásögn Syeds um að hann hafi verið staddur á bókasafni þegar fyrrverandi kærasta hans var myrt. Hann hefur alla tíð neitað sök í málinu.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Sjá meira