Andersson segir „dyrnar standa opnar“ Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 11:30 Magdalena Andersson baðst formlega lausnar þegar hún gekk á fund Andreas Norlén þingforseta í morgun. EPA Magdalena Andersson gekk á fund forseta sænska þingsins í morgun þar sem hún baðst formlegrar lausnar úr embætti forsætisráðherra Svíþjóðar eftir um níu mánuði í embætti. Hægriflokkarnir á þingi hafa þegar hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en Andersson hefur rétt út hönd til hægriflokksins Moderaterna og opnað á samstarf, fari svo þeim snúist hugur varðandi stjórnarsamstarf með Svíþjóðardemókrötum. „Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
„Dyrnar standa opnar,“ sagði Andersson í morgun, en hún mun leiða starfsstjórn þar til að ný stjórn tekur við völdum. Hún hefur einnig sagst munu leiða Jafnaðarmannaflokkinn áfram, sama hvort það sé í stjórn eða stjórnarandstöðu. Annie Lööf, formaður Miðflokksins, tilkynnti um afsögn sína sem formaður í morgun, en flokkurinn hlaut 6,7 prósent atkvæða í kosningunum nú, samanborið við 8,6 í kosningunum 2018. Lööf hefur stýrt flokknum frá árinu 2011. Annie Lööf tók við sem formaður sænska Miðflokksins árið 2011.EPA Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum – með þeim Moderaterna, Svíþjóðardemókrötum, Kristilegum demókrötum og Frjálslyndum –fékk samtals 176 þingmenn kjörna í þingkosningunum sem fram fóru síðastliðinn sunnudag, en vinstriblokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Vinstriflokkurinn og Græningjar – 173 þingmenn. Leiðtogar hægriflokkanna hafa hafið viðræður um myndun nýrrar stjórnar, en fastlega er búist við að Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, muni taka við embætti forsætisráðherra, náist samkomulag um slíkt. Ulf Kristersson er formaður hægriflokksins Moderaterna. EPA Nýtt þing kemur saman síðar í mánuðinum þar sem fyrsta mál á dagskrá verður að kjósa nýjan forseta þingsins. Sá mun svo eiga fundi með leiðtogum flokkanna átta, sem náðu mönnum inn á þing, og svo veita þeim sem hann telur líklegastan til að geta mynda stjórn, umboð til stjórnarmyndunar. Þingforseti mun svo tilnefna forsætisráðherra sem þingið mun taka afstöðu til. Í Svíþjóð er fyrirkomulagið að meirihluti þingmanna þarf ekki að samþykkja nýjan forsætisráðherra, heldur þarf einungis að umbera viðkomandi – það er meirihluti má ekki greiða atkvæði gegn komandi. Andersson segir að hún muni sjá til þess að valdaskiptin sem framundan séu muni fara vel fram og að hún muni óska Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, til hamingju þegar hann tekur við embætti forsætisráðherra. „Ég er ekki með neitt persónlegt „beef“ í garð Ulf Kristersson,“ sagði Andersson í morgun.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Andersson segir af sér Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar hyggst segja af sér á morgun. Hún viðurkennir ósigur í nýafstöðnum þingiskosningum og segir framhald varðandi stjórnarmyndun í höndum þingforseta. 14. september 2022 17:37