Segir að hverfið sitt hafi gleymst Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 16. september 2022 08:01 Mörghundruð íbúar í Hlíðunum hafa skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að sinna hverfinu þeirra betur. Aðalgatan í hverfinu er sögð þurfa allsherjaryfirhalningu til að standa undir nafni sem borgargata. Íbúarnir vilja hverfastemingu, til dæmis eins og í Vesturbæ eða Laugardal. Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull. Skipulag Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Íbúar í Hlíðunum eru óánægðir með ástandið í Lönguhlíð og segja að hún eigi að vera borgargata eins og þar segir en eins og er stendur hún ekki undir nafni. Íbúar Hlíðanna að Norðurmýri meðtalinni eru um 13.000 en þegar þetta er skrifað hafa tæp 600 skrifað undir áskorun til borgaryfirvalda að gera meira fyrir hverfið. „Við, íbúar Hlíða krefjumst þess að að borgaryfirvöld fari að sinna Lönguhlíð.“ Þannig hefst yfirlýsing á vef undirskriftarsöfnunarinnar. Langahlíð er miðja hverfisins - en hún er sögð án teljandi möguleika fyrir rekstraraðila sem vilja auka þjónustu hverfisins, segir í yfirlýsingunni. Íbúar hittust á fundi fyrir utan kjörbúðina í hverfinu í dag og Jökull Sólberg Auðunsson íbúi í Hlíðunum óskar eftir aðgerðum. „Það var svona samhljómur í fólki að okkur líður svolítið eins og gatan okkar hafi orðið aðeins út undan. Við erum með fyrstu hjólastíga Reykjavíkur sem eru orðir ansi úreltir í hönnun. Fólk er með kaffihús efst á óskalistanum og kannski eitt og annað,“ segir Jökull. Langahlíðin miðjan í hverfinu Fjöldi rýma í hverfinu sem eiga að vera verslanir eru notuð undir íbúðarhúsnæði. Borgaryfirvöld eigi að þrýsta á að þetta sé notað undir verslun. Hámarkshraði í Lönguhlíð er 50 kílómetra hraði, sem er of hár að sögn íbúanna - hann ætti í mesta lagi að vera 30. „Langahlíð er miðjan í hverfinu og við horfum til Vesturbæjar og annarra hverfa sem hafa fengið kaffihús. Og við erum bara öfundsjúk út í þau hverfi,“ segir Jökull. Nú hafa Hlíðarnar Krambúðina, nokkrar hárgreiðslustofur og lengra frá Suðurver. Auk kaffihússins vilja þeir veitingastaði, fisksala, bókabúðir, fleiri kjörbúðir og almennt meira borgarlíf. Þarf ekki bara einhver að taka þetta að sér og fara í rekstur? „Jú, eflaust. Við erum með fólk sem hefur skrifað undir á listanum og hefur reynt mjög mikið en miklu húsnæði hefur verið breytt í leiguíbúðir og þau hafa rekist á ákveðna veggi. Þannig að ég held að það sé kominn tími á að fá borgina með okkur í lið í þessu,“ segir Jökull.
Skipulag Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira