Krakkarnir segi hinum fullorðnu hvað þeir vilji lesa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. september 2022 11:53 Gunnar Helgason rithöfundur vonast til þess að sjá aðra rithöfunda og útgefendu á Fundi fólksins þar sem krakkar á aldrinum 9-12 ára ætla að segja fullorðnum hvað þau vilji lesa í raun og veru. Forlagið Samtal, lýðræði og opin skoðanaskipti verða í aðalhlutverki á Fundi fólksins sem stendur yfir í dag og á morgun. Nú í hádeginu ætla krakkarnir sjálfir að segja hinum fullorðnu hvað þeir vilja lesa og af hverju áhuginn virðist dvína á unglingastigi. Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður. Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er formlega sett, og nú í sjöunda skiptið. Viðburðadagskrá er í Norræna húsinu og Grósku en fundurinn stendur yfir í dag og á morgun. Tilgangur hans er að skapa vettvang þar sem boðið er til samtals á milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagsamtaka. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi en Pála Hallgrímsdóttir, einn af skipuleggjendum, segir að það sé líka mikilvægt að mæta og láta til sín taka í samfélagsumræðunni. „Með viðveru og spjalli við aðra á svæðinu. Þarna verða stjórnmálamenn sem oft getur verið erfitt að nálgast ella.“ Fundinum lýkur svo á morgun með stæl en Bergið headspace stendur fyrir lokatónleikum Fundar fólksins þar sem Stjórnin og Birnir ætla að troða upp. „Það ætla að labba frá Berginu og vera með skrúðgöngu. Vonandi munu mörg hundruð ungmenni ganga frá berginu og upp í Norræna húsið og enda á tónleikum,“ segir Pála Hallgrímsdóttir. Læsi barna verður í brennidepli nú í upphafi hátíðarinnar. Rithöfundurinn Gunnar Helgason mun stýra pallborðsumræðum með krökkum á aldrinum 9-12 ára. Þeir eru nær óteljandi, fréttatímarnir, þar sem fullorðnir láta í ljós áhyggjur sínar af læsi barna en kannski að krakkarnir sjálfir séu með lausnirnar? „Krakkarnir sjálfir ætla að segja okkur hvað þau vilja lesa og vonandi segja þau okkur hvers vegna þau hætta síðan að lesa. Þetta er lítið skref í átt að því að finna lausn og að láta þau lesa lengur í lífinu en svona um 12 ára aldurinn þá er hætta á að Tik Tok taki yfir og ýmisleg önnur afþreying.“ Það stóð ekki á svörum hjá krökkunum þegar Gunnar Helgason spurði hvað þeir vildu helst lesa.Skáskot, fundur fólksins En þegar krakkarnir tala þá er líka mikilvægt að hin fullorðnu hlusti. „Ég vonast til þess að það verði þarna svolítið af rithöfundum og útgefendum sem heyri hvað krakkarnir hafa fram að færa,“ segir Gunnar Helgason, vongóður.
Fundur fólksins Börn og uppeldi Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Bein útsending: Fyrri dagur Fundar fólksins Fundur fólksins hefst í Vatnsmýrinni í dag þar sem fundurinn verðir settur í Norræna húsinu klukkan 11. Dagskrá fer fram víða um Vatnsmýrina en einkum og sér í lagi í Norræna húsinu og Grósku. Hér að neðan má nálgast streymi frá fundinum. 16. september 2022 10:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent