Innlent

Al­var­legt bíl­slys á Mýrum

Atli Ísleifsson skrifar
Veginum er lokað í báðar áttir.
Veginum er lokað í báðar áttir. Vísir/Hjalti

Alvarlegt bílslys varð á Snæfellsnesvegi á þriðja tímanum í dag. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út og lokað fyrir umferð á veginum í báðar áttir. Um er að ræða veginn frá Borgarnesi upp á Snæfellsnes.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að önnur þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. Hin hafi verið að flytja veikan sjómann af bát norður af Grímsey til Akureyrar. 

Rétt fyrir klukkan fjögur var önnur þyrlan komin á vettvang slyssins en hin rétt ókomin. Gert er ráð fyrir því að flytja þurfi allt að þrjá slasaða til Reykjavíkur með þyrlu. Þá fengust þær upplýsingar hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að sjúkrabíll með tveimur mönnum um borð hefði verið sendur vestur. 

Veginum var lokað vegna slyssins og var hjáleið um veg 540, Hraunhreppsveg en nú hefur vegurinn verið opnaður á ný. 

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:59.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×