Velur oftast rangt nesti eða takkaskó til að setja í skólatöskurnar Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. september 2022 10:01 Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri reynir að lauma sér fram úr snemma á morgnana til að lesa blöðin í næði með góðum espressó kaffibolla. Því fjörið hefst þegar synirnir Árni Gunnar og Dagur Ari eru vaknaðir. Allir hafa skoðanir á því hvað er rétt nesti eða takkaskór og segist Magnús oftar en ekki þurfa að týna upp úr skólatöskunum það sem hann valdi fyrir daginn. Vísir/Vilhelm Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri segir mikla stemningu ríkja yfir komandi leikhúsvetri. Enda í fyrsta sinn í þrjú ár sem leikárið hefst án samkomutakmarkana. Um helgina frumsýnir Þjóðleikhúsið stórsýninguna Sem á himni en til viðbótar við vinnuna, er líka margt spennandi framundan með vinum og fjölskyldu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt um klukkan hálfsjö á virkum dögum.“ „Það allra fyrsta sem ég geri eftir að ég laumast úr rúminu og reyni að vekja hvorki syni okkar tvo sem hafa yfirleitt laumast upp í skömmu áður né Ingibjörgu, konuna mína, er að kveikja á kaffikönnunni og fá mér fyrsta Espressó-bolla dagsins. Þá finnst mér gott að skanna dagblöðin með útvarpið í bakgrunni. Svo fljótlega er Ingibjörg komin fram líka og þá þarf hún sinn góða espressó líka. Þetta er svo notalegur tími, enn er allt kyrrt og hljótt og dásamlegt að finna daginn fæðast og borgina vakna til lífsins. Við erum svo heppin að útsýnið úr eldhúsglugganum okkar er alveg dásamlegt, við horfum út á hafið og Reykjanesið en það sem er ekki síður fallegt er að sjá mannlífið á göngu- og hjólastígnum fyrir neðan húsið okkar, þar sem fólk er á göngu eða í hjólreiðatúr. Við hefjumst handa við að undirbúa daginn, gera allt klárt fyrir skóladaginn hjá strákunum og koma heimilinu í gott stand áður en börnin vakna og allir rjúka inn í daginn. Ég er ekki mikið fyrir að vera á síðustu stundu, sérstaklega ekki á morgnana. Þegar strákarnir eru vaknaðir færist meira fjör í leikinn og þá hafa allir skoðanir á því hvort rétt nesti hafi verið valið og hvort réttir takkaskór hafi verið settir í töskuna eða ekki. Yfirleitt hef ég valið vitlaust og þá þarf að skipta öllu út áður en strákarnir hjóla af stað í skólann. Mér finnst mikilvægt að allir fari klárir inn í daginn sem bíður.“ Nefndu karakter úr frægri kvikmynd sem þú samsamar þig við? „Það er nú breytilegt eftir dögum við hvern maður samsamar sig. Stundum finnst mér ég alveg eins og Forest Gump; endalaust að hlaupa og staldra allt of sjaldan við. Hér áður en ég eignaðist börn og fjölskyldu fannst mér ég stundum vera eins og sorglegi gaurinn í About a boy og svo finnst mér ég stundum vera eins og alveg eins og óþolandi skrifstofulúðinn hann David Brent í Office. En yfirleitt er ég nú bara eins og einn af Stubbunum, voða glaður og kátur.“ Það er enginn dagur eins hjá Magnúsi Geir í vinnunni nema kannski fyrir það að þeir eru allir fjölbreyttir og skemmtilegir. Oft er Magnús í leikhúsinu líka á kvöldin og um helgar en til viðbótar við spennandi leikár án samkomutakmarkana, segir Magnús haustið líka vera skemmtilegan tíma í einkalífinu; þá sé alltaf mikið stuð og margt að gerast. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við höfum nýhafið nýtt leikár í Þjóðleikhúsinu með öllu fjörinu sem því fylgir. Það er alltaf gaman að hefja nýtt leikár en sjaldan eins og nú, því þetta er fyrsta leikárið í þrjú ár sem hefst án þess að það séu samkomutakmarkanir og óvissa vegna heimsfaraldurs. Það er gríðarlega mikil stemning í Þjóðleikhúsinu og gleði yfir því að vera komin af stað án takmarkana með æðislegar sýningar sem bíða áhorfenda okkar. Svo er dásamlegt að finna áhuga leikhúsgesta sem virðast þrá að komast í leikhúsið aftur og kortasala er á fleygiferð. Undanfarnar vikur höfum við verið að leggja lokahönd á stórsýninguna Sem á himni sem við frumsýnum um helgina. Hér er á ferðinni dásamlega falleg sýning sem hreyfir við hverjum manni og á einstaklega vel við eftir þann tíma sem við höfum upplifað á síðustu tveimur árum. Það er búið að vera dásamlegt að sitja inni á forsýningum undanfarið, hrífast með og vera minntur á það sem skiptir mestu máli í lífinu; fólkið okkar. Í fjölskyldulífinu er auðvitað líka mikið að gera þessar vikurnar, haustið er alltaf svo mikið stuð. Það eru allir að byrja aftur í skólunum sínum, frístundirnar að fara af stað og við að skipuleggja sósíal-dagatal vetrarins. Ingibjörg er algerlega frábær í að skipuleggja allskonar skemmtilega viðburði með vinum og fjölskyldu og því má segja að dagskráin sé orðin þétt bókuð langt fram eftir vetri – og endalaust skemmtilegt til að hlakka til. Ég get því ekki sagt annað en að ég hlakki óskaplega til vetrarins sem er framundan.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagskrá leikhússins ræður mínu skipulagi nú að miklu leyti. Fyrir utan vinnu á hefðbundnum skrifstofutíma, þá er ég mikið í leikhúsinu á kvöldin og um helgar. Í tengslum við hverja frumsýningu eru þónokkrar kvöldæfingar og forsýningar sem ég sit og tek þátt í með leikstjórum og listamönnum hússins. Svo fylgist maður auðvitað með sýningum, bæði í okkar leikhúsi og öðrum. Þessi vinna er öll ótrúlega gefandi og þarna er maður í mestum tengslum við sjálfan leikhúsgaldurinn. Vinnan í leikhúsinu á daginn er síbreytileg og enginn dagur öðrum líkur. Þetta er góð blanda af æfingum, hugmyndakynningum, fundum og hefðbundinni skrifstofuvinnu, en fyrst og fremst ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt vegna þess að allt snýst þetta jú um fólk. Og það vill til að í fólkið í leikhúsinu er endalaust skemmtilegt, skapandi og gaman að vera með því. Svo finnst manni auðvitað sem tíminn sé alltaf af skornum skammti og endalausir listar af verkefnum sem maður vildi gefa meiri tíma. Því er það sennilega þannig hjá mér eins og öllum að maður er alltaf að keppast við að nýta tímann í það sem er verðmætast en reyna að útrýma tímaþjófum sem litlu skila.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint yfirleitt. Við erum alltaf að heita okkur því að fara fyrr að sofa og ná meiri hvíld en svo þegar á hólminn er komið förum við yfirleitt seinna að sofa en við ætlum. Það kemur hins vegar til af góðu, því það er bara svo margt skemmtilegt að gera. Við eigum endalaust af skemmtilegum vinum og höfum ánægju af svo mörgum ólíkum listgreinum, útivist og afþreyingu að yfirleitt klippum við af svefntímanum. Við vinnum það bara upp í ellinni!“ Kaffispjallið Leikhús Tengdar fréttir Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Um helgina frumsýnir Þjóðleikhúsið stórsýninguna Sem á himni en til viðbótar við vinnuna, er líka margt spennandi framundan með vinum og fjölskyldu. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég vakna yfirleitt um klukkan hálfsjö á virkum dögum.“ „Það allra fyrsta sem ég geri eftir að ég laumast úr rúminu og reyni að vekja hvorki syni okkar tvo sem hafa yfirleitt laumast upp í skömmu áður né Ingibjörgu, konuna mína, er að kveikja á kaffikönnunni og fá mér fyrsta Espressó-bolla dagsins. Þá finnst mér gott að skanna dagblöðin með útvarpið í bakgrunni. Svo fljótlega er Ingibjörg komin fram líka og þá þarf hún sinn góða espressó líka. Þetta er svo notalegur tími, enn er allt kyrrt og hljótt og dásamlegt að finna daginn fæðast og borgina vakna til lífsins. Við erum svo heppin að útsýnið úr eldhúsglugganum okkar er alveg dásamlegt, við horfum út á hafið og Reykjanesið en það sem er ekki síður fallegt er að sjá mannlífið á göngu- og hjólastígnum fyrir neðan húsið okkar, þar sem fólk er á göngu eða í hjólreiðatúr. Við hefjumst handa við að undirbúa daginn, gera allt klárt fyrir skóladaginn hjá strákunum og koma heimilinu í gott stand áður en börnin vakna og allir rjúka inn í daginn. Ég er ekki mikið fyrir að vera á síðustu stundu, sérstaklega ekki á morgnana. Þegar strákarnir eru vaknaðir færist meira fjör í leikinn og þá hafa allir skoðanir á því hvort rétt nesti hafi verið valið og hvort réttir takkaskór hafi verið settir í töskuna eða ekki. Yfirleitt hef ég valið vitlaust og þá þarf að skipta öllu út áður en strákarnir hjóla af stað í skólann. Mér finnst mikilvægt að allir fari klárir inn í daginn sem bíður.“ Nefndu karakter úr frægri kvikmynd sem þú samsamar þig við? „Það er nú breytilegt eftir dögum við hvern maður samsamar sig. Stundum finnst mér ég alveg eins og Forest Gump; endalaust að hlaupa og staldra allt of sjaldan við. Hér áður en ég eignaðist börn og fjölskyldu fannst mér ég stundum vera eins og sorglegi gaurinn í About a boy og svo finnst mér ég stundum vera eins og alveg eins og óþolandi skrifstofulúðinn hann David Brent í Office. En yfirleitt er ég nú bara eins og einn af Stubbunum, voða glaður og kátur.“ Það er enginn dagur eins hjá Magnúsi Geir í vinnunni nema kannski fyrir það að þeir eru allir fjölbreyttir og skemmtilegir. Oft er Magnús í leikhúsinu líka á kvöldin og um helgar en til viðbótar við spennandi leikár án samkomutakmarkana, segir Magnús haustið líka vera skemmtilegan tíma í einkalífinu; þá sé alltaf mikið stuð og margt að gerast. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Við höfum nýhafið nýtt leikár í Þjóðleikhúsinu með öllu fjörinu sem því fylgir. Það er alltaf gaman að hefja nýtt leikár en sjaldan eins og nú, því þetta er fyrsta leikárið í þrjú ár sem hefst án þess að það séu samkomutakmarkanir og óvissa vegna heimsfaraldurs. Það er gríðarlega mikil stemning í Þjóðleikhúsinu og gleði yfir því að vera komin af stað án takmarkana með æðislegar sýningar sem bíða áhorfenda okkar. Svo er dásamlegt að finna áhuga leikhúsgesta sem virðast þrá að komast í leikhúsið aftur og kortasala er á fleygiferð. Undanfarnar vikur höfum við verið að leggja lokahönd á stórsýninguna Sem á himni sem við frumsýnum um helgina. Hér er á ferðinni dásamlega falleg sýning sem hreyfir við hverjum manni og á einstaklega vel við eftir þann tíma sem við höfum upplifað á síðustu tveimur árum. Það er búið að vera dásamlegt að sitja inni á forsýningum undanfarið, hrífast með og vera minntur á það sem skiptir mestu máli í lífinu; fólkið okkar. Í fjölskyldulífinu er auðvitað líka mikið að gera þessar vikurnar, haustið er alltaf svo mikið stuð. Það eru allir að byrja aftur í skólunum sínum, frístundirnar að fara af stað og við að skipuleggja sósíal-dagatal vetrarins. Ingibjörg er algerlega frábær í að skipuleggja allskonar skemmtilega viðburði með vinum og fjölskyldu og því má segja að dagskráin sé orðin þétt bókuð langt fram eftir vetri – og endalaust skemmtilegt til að hlakka til. Ég get því ekki sagt annað en að ég hlakki óskaplega til vetrarins sem er framundan.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Dagskrá leikhússins ræður mínu skipulagi nú að miklu leyti. Fyrir utan vinnu á hefðbundnum skrifstofutíma, þá er ég mikið í leikhúsinu á kvöldin og um helgar. Í tengslum við hverja frumsýningu eru þónokkrar kvöldæfingar og forsýningar sem ég sit og tek þátt í með leikstjórum og listamönnum hússins. Svo fylgist maður auðvitað með sýningum, bæði í okkar leikhúsi og öðrum. Þessi vinna er öll ótrúlega gefandi og þarna er maður í mestum tengslum við sjálfan leikhúsgaldurinn. Vinnan í leikhúsinu á daginn er síbreytileg og enginn dagur öðrum líkur. Þetta er góð blanda af æfingum, hugmyndakynningum, fundum og hefðbundinni skrifstofuvinnu, en fyrst og fremst ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt vegna þess að allt snýst þetta jú um fólk. Og það vill til að í fólkið í leikhúsinu er endalaust skemmtilegt, skapandi og gaman að vera með því. Svo finnst manni auðvitað sem tíminn sé alltaf af skornum skammti og endalausir listar af verkefnum sem maður vildi gefa meiri tíma. Því er það sennilega þannig hjá mér eins og öllum að maður er alltaf að keppast við að nýta tímann í það sem er verðmætast en reyna að útrýma tímaþjófum sem litlu skila.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Of seint yfirleitt. Við erum alltaf að heita okkur því að fara fyrr að sofa og ná meiri hvíld en svo þegar á hólminn er komið förum við yfirleitt seinna að sofa en við ætlum. Það kemur hins vegar til af góðu, því það er bara svo margt skemmtilegt að gera. Við eigum endalaust af skemmtilegum vinum og höfum ánægju af svo mörgum ólíkum listgreinum, útivist og afþreyingu að yfirleitt klippum við af svefntímanum. Við vinnum það bara upp í ellinni!“
Kaffispjallið Leikhús Tengdar fréttir Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00 Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30 Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01 Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00 „Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01 Mest lesið Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Forstjóri RB í hláturskasti yfir Snapchat myndbandi með filter Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Reiknistofu bankanna (RB) byrjar daginn á morgungöngu með Eldi hundinum sínum. Stundum hefur hún þó þá þegar þurft að fara yfir eitthvað vinnutengd ef eitthvað hefur gerst um nóttina. 10. september 2022 10:00
Skemmtilegt hvernig sextugsaldurinn einkennist af virkni, lífsgleði og rómantík Það er af gefnu tilefni sem Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda heldur vel utan um dagbókina sína en almennt segir Ólafur um lífið að mjög margt hafi komið honum skemmtilega á óvart við að verða 50+. 28. maí 2022 10:30
Trúir því að einn daginn sigri B-týpurnar A-týpurnar Andrea Gunnarsdóttir er Data Engineer hjá fyrirtækinu Controlant og formaður Ungra athafnakvenna (UAK). 5. mars 2022 10:01
Nemó finnst forstjóri Haga hlaupa heldur hægt Það er enginn dagur eins í vinnunni segir Finnur Oddsson, forstjóri Haga. Finnur er af sumum kallaður íþróttaálfur en hundinum Nemó finnst morgunlaupið þó heldur hægt. 5. febrúar 2022 10:00
„Ef ADHD-ið mitt væri próf í skóla væri ég með níu í einkunn“ Séra Hildur Eir Bolladóttir er prestur og skáld en segist þó fyrst og fremst vera mamma. Hún segist vel skilja að fólk sé orðið þreytt á Covid og takmörkunum en bendir á að í öllum erfiðum aðstæðum í lífinu, er líka hægt að hafa gaman. Hildur segist vakna á morgnana við hláturinn í Gulla Helga og Heimi Karls. 22. janúar 2022 10:01