Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik.
Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan.
Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor
— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022
On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle...
...for which he's shown a straight red card after VAR
And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx
Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur.
Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft.
Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér.
Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan.