Fjölmiðlakonurnar Edda Sif Pálsdóttir og Kristjana Arnarsdóttir voru tilnefndar sem sjónvarpskonur ársins á Eddunni. Það var Helgi Seljan sem tók heim sigurinn í flokknum en samstarfskonurnar unnu þó á Twitter fyrir frábæran húmor.
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal fór ekki tómhentur heim af Eddunni. Þetta er fyrsti sigurinn hans á hátíðinni eftir 21 ár í sjónvarpi.
Vikan með Gísla Marteini átti einstaklega góða viku.
Söngkonan Bríet og kærasti hennar Rubin Pollock, gítarleikari Kaleo, keyptu sér ekki teppi í Tyrklandi. Parið kom þó fram í brúðkaupi sem þar var haldið og skemmti gestum.
Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist Ragnari Einarssyni á Ítalíu á dögunum. Nú ætla þau fjölskyldan að ferðast um og njóta hveitibrauðsdaganna saman.
Söngkonan Birgitta Haukdal birti mynd af sér og strákunum sínum í hljóðsveitinni Írafár.
Förðunarfræðingurinn og hlauparinn Rakel María hljóp hundrað mílur.
Söngkonan Klara Elias er að vinna að nýju efni í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi.
Raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir tilkynnti að von sé á lítilli stúlku í febrúar.
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar mætti með stuðið í 110.
Tískugyðjan Elísabet Gunnarsdóttir deildi baðherbergi heimilisins með fylgjendum sínum en fjölskyldan kemur sér fyrir í húsi í Skerjafirðinum.
Raunveruleikastjarnan Sunneva Einars fór í drykki með stelpunum.
Söngvarinn Júlí Heiðar var að kafna úr hita í Róm.
Tónlistarfólkið GDRN og Magnús Jóhann gáfu út plötuna Tíu Íslensk lög sem hefur slegið í gegn.
Skemmtikraftarnir Friðrik Ómar og Jógvan skelltu sér í kjóla fyrir veislustjórn helgarinnar.
Fullur undirbúningur er í gangi fyrir Konur eru konum bestar átakið.
Söngkonan Jóhanna Guðrún deildi einni sjálfu en fyrstu plöturnar frá söngkonunni eru komnar á streymisveituna Spotify.
Það er allt eins og það á að vera hjá áhrifavaldinum Camillu Rut. Hún setti inn mynd af sér fataskápnum í gamla húsinu sínu sem hún deildi með fyrrum eiginmanni sínum. Húsið fór nýlega á sölu og er selt.
Fjölmiðlamaðurinn Felix Bergsson tók daginn snemma í sveitinni með eiginmanni sínum Baldri Þórhallssyni og afabarni.
Tónlistarmaðurinn Unnsteinn Manúel fyllti skemmtistaðinn Húrra með tónleikum ásamt hljómsveitinni Inspector Spacetime. Hann gaf nýlega út lagið Púki og sagði frá ferlinu í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Amatör.