Sleppt úr fangelsi átta árum eftir útgáfu Serial Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2022 22:51 Adnan Syed sést hér yfirgefa dómshús í Baltimore í kvöld. Hann hafði setið inni í rúma tvo áratugi. AP/Brian Witte Morðdómi Adnan Syed hefur verið snúið við af dómara eftir að saksóknarar fundu nýjar vísbendingar sem tengjast morði fyrrverandi kærustu hans. Mál Syeds varð frægt um heiminn allan eftir að fjallað var um það í hlaðvarpinu Serial sem birt var árið 2014. Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki. Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Eftir að hlaðvarpið Serial var birt vöknuðu miklar efasemdir um sekt Syeds en hann var sautján ára gamall þegar hann var dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi kærustu sína árið 1999. Hún hét Hae Min Lee en lík hennar fannst grafið í Baltimore. Hann er núna 41 árs gamall. AP fréttaveitan segir að áfrýjanir Syeds hafi ekki borið árangur og síðast árið 2019 hafi fjórir af sjö dómurum í æðsta dómstól Maryland-ríkis komist að þeirri niðurstöður að Syed ætti að sitja áfram inni. Saksóknarar tilkynntu nýverið að verið væri að skoða morðið á nýjan leik. Tveir nýir menn væru nú grunaðir um morðið. Þá fóru þeir fram á það við dómara að dómurinn gegn Syed yrði felldur niður, sem var gert nú í kvöld. Sjá einnig: Tveir nýir grunaðir í morðmáli sem fjallað var um í hlaðvarpinu Serial Melissa Phinn, dómarinn sem felldi niður dóm Syeds í kvöld, sagði meðal annars í ákvörðun sinni að saksóknarar hefðu á sínum tíma ekki veitt verjendum hans aðgang að gögnum sem þeir hefðu getað notað til að sýna fram á að einhver annar hefði myrt Lee. Marily Mosby, aðalsaksóknari Baltimore-borgar, sagði í kvöld, samkvæmt frétt ABC News, að ekki væri verið að lýsa yfir sakleysi Syeds. Þess í stað væri verið að lýsa því yfir að ný réttarhöld ættu að fara fram til að tryggja réttlæti og sanngirni. Phinn sagði að sleppa ætti Syed hið snarasta og án nokkurs konar tryggingar. Hún gaf saksóknurum þrjátíu daga til að ákveða hvort að þeir vildu að ný réttarhöld færu fram eða ekki. Saksóknarar segjast vera að bíða eftir niðurstöðum úr erfðaefnagreiningu og eftir að hún liggur fyrir verði ákveðið hvort farið verði fram á ný réttarhöld eða ekki.
Bandaríkin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira