„Fór þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. september 2022 07:00 Heimir Hallgrímsson stýrði íslenska landsliðinu í alls sjö ár, fyrst sem aðstoðarþjálfari og svo aðalþjálfari. Hann var fyrir helgi kynntur sem nýr þjálfari Jamíka. VÍSIR/VILHELM Heimir Hallgrímsson var fyrir helgi ráðinn þjálfari Jamaíka í fótbolta. Hann segist hafa tapað gleðinni á að vera í boltanum þegar hann þjálfaði í Katar, en fundið hana á ný heima í Vestmannaeyjum. „Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira
„Fyrst þurfti ég bara á fríi að halda. Ég var orðinn svolítið leiður á þessu eftir þessi þrjú ár í Katar,“ sagði Heimir í samtali við Stöð 2 í gær. „Ég gerði mistök þegar ég framlengdi um eitt ár þar sem ég hefði ekki átt að gera og missti svolítið gleðina þetta seinasta ár. Ég þurfti bara frí og svo kom gleðin aftur þegar ég fékk að vera með Hemma [Hermanni Hreiðarssyni] hjá ÍBV.“ Með gleðina að vopni er Heimi ætlað að koma Jamaíka á HM 2026. Hann er reynslunni ríkari eftir dvöl sína í Katar og segir að það muni hjálpa sér í nýja starfinu. „Mér lýst vel á mjög margt. Ég held að þetta sé svolítið í kúltúrnum, svona svolítið seint að gera hlutina og menn eru ekkert að flýta sér og svoleiðis. Þannig að ég á örugglega eftir að eiga erfitt með sumt hérna, en þá verð ég bara eftir að læra inn á það.“ „Ef það eitthvað sem bætti mig í þarna úti í Persaflóa þá er það það að ég fór náttúrulega þarna inn með látum og hélt að ég væri besti þjálfari í heimi og ætlaði að breyta öllum í Íslendinga. En ég komst að því að það var ég sem þurfti að aðlagast og breytast og það tók mig svolítið langan tíma að fatta það að ég fékk meira út úr öllum í kringum mig ef ég lærði svolítið meira inn á kúltúrinn.“ „Ég held að það sé það nákvæmlega sama hér. Ég þarf bara að læra það hvernig er best að vinna með fólki hérna og allt það sem ég er vanur er kannski alveg það sem að gerist hér. Þannig að þetta er líka ákveðin auðmýkt og skynsemi, hvað er hægt og hvað er ekki hægt og að finna einhvern ákveðin balance í þessu,“ sagði Heimir Hallgrímsson, nýráðinn þjálfari Jamaíku, að lokum. Viðtalið við Heimi má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Missti gleðina í Katar en fann hana aftur í Vestmannaeyjum
Fótbolti Katarski boltinn Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Sjá meira