Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Kristján Már Unnarsson skrifar 21. september 2022 22:11 Solveig Lára Guðmundsdóttir segir frá kórkápunni, sem varðveitt er í Auðunarstofu á Hólum. Sigurjón Ólason Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 og umgjörð biskupsvígslunnar á Hólahátíð í síðasta mánuði hæfði sannarlega tign staðarins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá prósessíuna á leið til kirkju. Þar gengu prestar í vígsluröð, yngstu prestarnir fremst, síðan prófastar og biskupar. Í biskupsvígslunni bar Solveig Lára kórkápuna á leið til kirkju. Við hlið hennar er Kristján Björnsson, vígslubiskup Skálholts, en fyrir aftan Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fyrir framan eru fyrrverandi vígslubiskupar, Kristján Valur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn Baldvinsson.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Verðandi vígslubiskup, séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, gekk á undan biskupum frá hinum Norðurlöndunum. Aftast komu svo vígðir biskupar Íslands, fyrrverandi og núverandi vígslubiskupar, og loks biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir. Á leið til kirkju bar Solveig Lára kórkápuna en eftir að búið var að vígja nýjan biskup, setja biskupskross um háls hans, skipti kápan um herðar. Vígsla Gísla var innsigluð með því að hann var klæddur kápunni. Frá biskupsvígslunni í Hóladómkirkju þann 14. ágúst síðastliðinn.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Við Auðunarstofu hittum við Solveigu Láru og eiginmann hennar, séra Gylfa Jónsson, en þau hafa núna kvatt Hóla eftir tíu ára búsetu á biskupssetrinu. Á skrifstofu biskups sýnir hún okkur kórkápuna sem er gerð eftir kápu Jóns Arasonar Hólabiskups. „Frumgerðin, sem sagt gamla kápan, er á Þjóðminjasafninu. En Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Margrét Sigtryggsdóttir, konan hans, gáfu þessa kápu til minningar um Sigrúnu Jónsdóttur, dóttur sína, sem dó úr krabbameini frá þremur ungum börnum,“ segir Solveig Lára. Kórkápan komin á herðar nýs vígslubiskups Hólastiftis, Gísla Gunnarssonar, eftir vígslu.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Og það var einmitt Jón Aðalsteinn, þáverandi vígslubiskup Hóla, sem fyrstur bar kápuna opinberlega og vígði hana á Hólahátíð árið 2008. „En það var Ólína Bragadóttir Weightman sem saumaði þetta. Og hún var sem sagt fjóra tíma á dag, fimm daga vikunnar í þrjú ár, að sauma þetta. Og þetta er algjört listaverk. Og þvílíkur heiður að fá að bera þessa kápu,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þjóðkirkjan Skagafjörður Trúmál Tíska og hönnun Vistaskipti Um land allt Handverk Fornminjar Tengdar fréttir Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28. júní 2022 15:32 Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26. mars 2022 14:11 Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. 13. ágúst 2013 09:00 Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12. ágúst 2012 17:51 Agnes tók við biskupsembætti Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag. 24. júní 2012 14:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Hólar í Hjaltadal urðu biskupssetur árið 1106 og umgjörð biskupsvígslunnar á Hólahátíð í síðasta mánuði hæfði sannarlega tign staðarins. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá prósessíuna á leið til kirkju. Þar gengu prestar í vígsluröð, yngstu prestarnir fremst, síðan prófastar og biskupar. Í biskupsvígslunni bar Solveig Lára kórkápuna á leið til kirkju. Við hlið hennar er Kristján Björnsson, vígslubiskup Skálholts, en fyrir aftan Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Fyrir framan eru fyrrverandi vígslubiskupar, Kristján Valur Ingólfsson og Jón Aðalsteinn Baldvinsson.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Verðandi vígslubiskup, séra Gísli Gunnarsson í Glaumbæ, gekk á undan biskupum frá hinum Norðurlöndunum. Aftast komu svo vígðir biskupar Íslands, fyrrverandi og núverandi vígslubiskupar, og loks biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir. Á leið til kirkju bar Solveig Lára kórkápuna en eftir að búið var að vígja nýjan biskup, setja biskupskross um háls hans, skipti kápan um herðar. Vígsla Gísla var innsigluð með því að hann var klæddur kápunni. Frá biskupsvígslunni í Hóladómkirkju þann 14. ágúst síðastliðinn.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Við Auðunarstofu hittum við Solveigu Láru og eiginmann hennar, séra Gylfa Jónsson, en þau hafa núna kvatt Hóla eftir tíu ára búsetu á biskupssetrinu. Á skrifstofu biskups sýnir hún okkur kórkápuna sem er gerð eftir kápu Jóns Arasonar Hólabiskups. „Frumgerðin, sem sagt gamla kápan, er á Þjóðminjasafninu. En Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Margrét Sigtryggsdóttir, konan hans, gáfu þessa kápu til minningar um Sigrúnu Jónsdóttur, dóttur sína, sem dó úr krabbameini frá þremur ungum börnum,“ segir Solveig Lára. Kórkápan komin á herðar nýs vígslubiskups Hólastiftis, Gísla Gunnarssonar, eftir vígslu.Árni Gunnarsson, Sauðárkróki Og það var einmitt Jón Aðalsteinn, þáverandi vígslubiskup Hóla, sem fyrstur bar kápuna opinberlega og vígði hana á Hólahátíð árið 2008. „En það var Ólína Bragadóttir Weightman sem saumaði þetta. Og hún var sem sagt fjóra tíma á dag, fimm daga vikunnar í þrjú ár, að sauma þetta. Og þetta er algjört listaverk. Og þvílíkur heiður að fá að bera þessa kápu,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þjóðkirkjan Skagafjörður Trúmál Tíska og hönnun Vistaskipti Um land allt Handverk Fornminjar Tengdar fréttir Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28. júní 2022 15:32 Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26. mars 2022 14:11 Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. 13. ágúst 2013 09:00 Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12. ágúst 2012 17:51 Agnes tók við biskupsembætti Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag. 24. júní 2012 14:56 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Séra Gísli nýr vígslubiskup að Hólum Séra Gísli Gunnarsson verður nýr vígslubiskup að Hólum eftir að úrslit vígslubiskupskosninga urðu ljós í dag. 28. júní 2022 15:32
Solveig Lára vígslubiskup á Hólum lætur af embætti Séra Solveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, tilkynnti á kirkjuþingi sem hófst í morgun að hún hygðist láta af embætti 1. september næstkomandi. 26. mars 2022 14:11
Stórafmælið lendir á nýjum biskupi Sérlega mikil hátíðarhöld verða á Hólahátíðinni á Hólum í Hjaltadal um næstu helgi, enda fagnað í leiðinni 250 ára afmæli Hóladómkirkju sem er elsta steinkirkja landsins. 13. ágúst 2013 09:00
Solveig Lára nýr vígslubiskup á Hólum Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var vígð til embættis vígslubiskups á Hólum í dag. Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, sá um vígsluna. Séra Solveig er önnur konan sem tekur biskupsvígslu en frú Agnes hafði áður gegnt embættinu. 12. ágúst 2012 17:51
Agnes tók við biskupsembætti Íslands Agnes M. Sigurðardóttir hefur formlega tekið við embætti biskups Íslands. Fjölmenni var í Hallgrímskirkju þegar vígsluathöfnin hófst klukkan 14 í dag. 24. júní 2012 14:56