Samkynhneigð er bönnuð og refsiverð samkvæmt lögum í ríkinu. Rannsókn norrænu ríkismiðlanna SVT, NRK og DR í fyrra sýndi þá fram á að þrjú hótel muni ekki leyfa samkynhneigðum gestum að bóka hjá sér herbergi.
Mörg önnur gera þá kröfu að gestir „sýni“ ekki að þeir séu samkynhneigðir.

Í það minnsta átta landslið sem keppa á mótinu hafa brugðist með þeim hætti að fyrirliðar þeirra munu bera armbönd merkt hollensku herferðinni One Love. Því er ætlað að sýna samstöðu gegn mismunun í Katar.
Löndin átta eru Holland, Belgía, Danmörk, Þýskaland, England, Frakkland, Wales og Sviss. Fleiri gætu þá bæst við áður en mótið hefst eftir tæpa tvo mánuði.