Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 18:01 Sendiráð Rússlands við Túngötu heyrði ekki af boðsferðinni til Lúhansk fyrr en í morgun. Vísir/Vilhelm Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er. Fréttamönnum var boðið að ferðast til hersetna héraðsins Lúhansk til að fylgjast með íbúakosningu sem Rússar láta fara þar fram um að héraðið verði tekið inn í rússneska ríkjasambandið um helgina í tölvupósti sem Konráð Magnússon, eigandi fasteignafélagsins Firringar fasteignar, sendi íslenskum fjölmiðlum á þriðjudag. Heldur Konráð því fram í póstinum að sérstakur kosningasjóður á vegum rússneska ríkisins greiði kostnað við flug og uppihald fyrir blaðamenn. Í samtali við Vísi vildi Konráð ekki nefna sjóðinn eða tengilið sinn við hann. Hann sagði RÚV hins vegar að stjórnandi sjóðsins væri kona sem sæti sem ráðherra í stjórn sjálfstjórnarhéraðsins Bashkortostan. Talsmaður rússneska sendiráðsins sem Vísir ræddi við sagðist ekki vita hvort að sjóðurinn væri á vegum rússneskra stjórnvalda. Sendiráðið hefði raunar ekki vitað af boðinu fyrr en í dag. Eftir því sem það kæmist næst væri þó um raunverulegt boð að ræða og að sendiráðið hefði leyfi til að veita vegabréfaáritanir til þeirra sem væru á lista fyrir ferðina. Vill ekki nefna sjóðinn eða forsvarsmann hans Enginn íslenskur blaðamaður hafði skráð sig til fararinnar þegar Vísir ræddi við Konráð í gær en samkvæmt póstinum átti að leggja af stað frá landinu í dag. Hann vildi ekki ræða um hver sjóðurinn sem fjármagnaði ferðina væri. Vísaði hann til þess að hann hefði ekki spurt einstaklinginn að því hvort hann mætti nafngreina hann. Fullyrti Konráð að ferðin væri í boði rússneska ríkisins þegar uppi væri staðið. Sjóðurinn fjármagnaði ýmsa viðburði fyrir rússneska ríkið, þar á meðal ráðstefnur og fleira. Sendiráðið á Íslandi gæti útvegað vegabréfsáritanir samdægurs fyrir ferðalagið. Konráð heldur því fram að hann hafi verið í sambandi við þá sem standa fyrir ferðinni í nokkur ár og að hann viti að allt standist sem þeir segja. Sjálfur fái hann engin laun eða fríðindi fyrir að bera út boðið. Honum þyki aðeins gott að geta hjálpað til enda hafi hann góða reynslu af Rússlandi. Um tengsl sín við Rússland segir Konráð að hann hafi fyrst farið þangað skömmu eftir aldamót og kynnst þar konu. Árið 2003 hafi hann flutt til Rússlands í tvö ár á meðan konan var í námi. Þar hafi hann kynnst fólki og verið viðloðandi Rússland síðan. Hann hafi meðal annars flutt inn rússneskt timbur til Íslands. Hann hafi haldið sambandi við félaga sína í Rússlandi. Í gegnum þá hafi forsvarsmanni sjóðsins verið bent á hann þegar hann vantaði aðstoð á Íslandi. „Ég fæ engar upplýsingar sjálfur annað en það að ég er búinn að vera í sambandi við þessa aðila í nokkur ár og veit bara að það stenst allt sem þeir segja. Ég er ekkert að spyrja neitt nánar út í það,“ segir Konráð. Fordæma atkvæðagreiðsluna sem fals Íbúakosningin í Lúhansk á að hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins örfárra daga fyrirvara fyrr í þessari viku. Á sama tíma á að kjósa í Donetsk, Kherson og Saporisjía. Rússar hafa ekkert héraðanna fjögurra fyllilega á valdi sínu. Vestrænir þjóðarleiðtogar hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem falsi og fullyrt að úrslit þeirra séu ráðin fyrir fram. Þau eigi að vera átylla fyrir Rússa að innlima héröðin líkt og þegar þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Pútíns forseta, sagði í dag að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til þess að verja landsvæðin eftir að þau væru innlimuð. Hann virtist gefa sér úrslitin fyrir fram. „Donbass-lýðveldin og önnur svæði verða tekin inn í Rússland,“ fullyrti Medvedev sem er varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. 21. september 2022 06:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Fréttamönnum var boðið að ferðast til hersetna héraðsins Lúhansk til að fylgjast með íbúakosningu sem Rússar láta fara þar fram um að héraðið verði tekið inn í rússneska ríkjasambandið um helgina í tölvupósti sem Konráð Magnússon, eigandi fasteignafélagsins Firringar fasteignar, sendi íslenskum fjölmiðlum á þriðjudag. Heldur Konráð því fram í póstinum að sérstakur kosningasjóður á vegum rússneska ríkisins greiði kostnað við flug og uppihald fyrir blaðamenn. Í samtali við Vísi vildi Konráð ekki nefna sjóðinn eða tengilið sinn við hann. Hann sagði RÚV hins vegar að stjórnandi sjóðsins væri kona sem sæti sem ráðherra í stjórn sjálfstjórnarhéraðsins Bashkortostan. Talsmaður rússneska sendiráðsins sem Vísir ræddi við sagðist ekki vita hvort að sjóðurinn væri á vegum rússneskra stjórnvalda. Sendiráðið hefði raunar ekki vitað af boðinu fyrr en í dag. Eftir því sem það kæmist næst væri þó um raunverulegt boð að ræða og að sendiráðið hefði leyfi til að veita vegabréfaáritanir til þeirra sem væru á lista fyrir ferðina. Vill ekki nefna sjóðinn eða forsvarsmann hans Enginn íslenskur blaðamaður hafði skráð sig til fararinnar þegar Vísir ræddi við Konráð í gær en samkvæmt póstinum átti að leggja af stað frá landinu í dag. Hann vildi ekki ræða um hver sjóðurinn sem fjármagnaði ferðina væri. Vísaði hann til þess að hann hefði ekki spurt einstaklinginn að því hvort hann mætti nafngreina hann. Fullyrti Konráð að ferðin væri í boði rússneska ríkisins þegar uppi væri staðið. Sjóðurinn fjármagnaði ýmsa viðburði fyrir rússneska ríkið, þar á meðal ráðstefnur og fleira. Sendiráðið á Íslandi gæti útvegað vegabréfsáritanir samdægurs fyrir ferðalagið. Konráð heldur því fram að hann hafi verið í sambandi við þá sem standa fyrir ferðinni í nokkur ár og að hann viti að allt standist sem þeir segja. Sjálfur fái hann engin laun eða fríðindi fyrir að bera út boðið. Honum þyki aðeins gott að geta hjálpað til enda hafi hann góða reynslu af Rússlandi. Um tengsl sín við Rússland segir Konráð að hann hafi fyrst farið þangað skömmu eftir aldamót og kynnst þar konu. Árið 2003 hafi hann flutt til Rússlands í tvö ár á meðan konan var í námi. Þar hafi hann kynnst fólki og verið viðloðandi Rússland síðan. Hann hafi meðal annars flutt inn rússneskt timbur til Íslands. Hann hafi haldið sambandi við félaga sína í Rússlandi. Í gegnum þá hafi forsvarsmanni sjóðsins verið bent á hann þegar hann vantaði aðstoð á Íslandi. „Ég fæ engar upplýsingar sjálfur annað en það að ég er búinn að vera í sambandi við þessa aðila í nokkur ár og veit bara að það stenst allt sem þeir segja. Ég er ekkert að spyrja neitt nánar út í það,“ segir Konráð. Fordæma atkvæðagreiðsluna sem fals Íbúakosningin í Lúhansk á að hefjast á morgun og standa fram á þriðjudag. Boðað var til hennar með aðeins örfárra daga fyrirvara fyrr í þessari viku. Á sama tíma á að kjósa í Donetsk, Kherson og Saporisjía. Rússar hafa ekkert héraðanna fjögurra fyllilega á valdi sínu. Vestrænir þjóðarleiðtogar hafa lýst atkvæðagreiðslunni sem falsi og fullyrt að úrslit þeirra séu ráðin fyrir fram. Þau eigi að vera átylla fyrir Rússa að innlima héröðin líkt og þegar þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Dmitríj Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Pútíns forseta, sagði í dag að Rússar gætu beitt kjarnavopnum til þess að verja landsvæðin eftir að þau væru innlimuð. Hann virtist gefa sér úrslitin fyrir fram. „Donbass-lýðveldin og önnur svæði verða tekin inn í Rússland,“ fullyrti Medvedev sem er varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Fjölmiðlar Tengdar fréttir Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. 21. september 2022 06:20 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Boðar herkvaðningu og hótar kjarnorkustríði Vesturlönd hafa sýnt að þau vilja ekki frið milli Rússlands og Úkraínu, sagði Vladimir Pútín Rússlandsforseti í ávarpi sínu til rússnesku þjóðarinnar í morgun. Hann sagði Vesturlönd vilja tortíma Rússlandi og sakaði þau um að nota Úkraínumenn sem fallbyssufóður. 21. september 2022 06:20