Fornleifafræðingar funda með ráðherra vegna skipunar þjóðminjavarðar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. september 2022 13:23 Formaður Félags fornleifafræðinga segir réttast að draga ráðningu þjóðminjavarðar til baka og hefja ferlið að nýju. Facebook/Egill Aðalsteinsson Stjórn Félags fornleifafræðinga fundar með safnamálaráðherra næstkomandi mánudag um ráðningu þjóðminjavarðar. Formaður félagsins segir réttast að draga ráðninguna til baka og byrja upp á nýtt. Staða Þjóðminjavarðar sé ein sú bitastæðasta innan safnastarfs á Íslandi. Fljótlega eftir að nýr þjóðminjavörður var ráðinn án auglýsingar óskaði Félag fornleifafræðinga eftir fundi með ráðherra og ráðuneyti um málið því félagið telur framkvæmd ráðningarinnar ekki hafa verið „í anda laganna“. Í hádeginu á mánudag mun félagið funda með ráðherra. Fréttastofa ræddi við Gylfa Björn Helgason í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við vonum bara að sá fundur verði upplýsandi. Við munum náttúrulega ýta á ráðherrann og reyna að komast að því hvers vegna hún fór í þessa vegferð, að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar.“ Gylfi segir að þau svör sem ráðherra hafi gefið hingað til hafi hvorki verið nægilega góð né skýr. „Hún segir að það hafi farið fram ákveðin vinna innan ráðuneytisins og að út hafi verið kastað ákveðið net og síðan hafi verið valið úr þessu neti hverjir væru bestir til að gegna þessari stöðu. Ég held að fréttir undanfarið sýni að þessi vinna hafi ekki verið neitt sérstaklega vel unnin. Það hefur komið í ljós mikil óánægja með starfshætti þeirrar manneskju sem var ráðin á þeim vinnustað sem hún var á áður. Þannig að maður setur spurningamerki við þetta; hverjir voru í þessu neti sem ráðuneytið kastaði og hversu djúp var sú vinna um það hversu hæfir einstaklingarnir voru?“ Bitastæðar stöður séu ekki á hverju strái innan fagsins. „Ég myndi segja að fólk sé gramt. Þarna er einhver samblanda af því og ákveðnu vonleysi. Þessi staða hefur ekki verið auglýst í rúm tuttugu ár. Þetta er ein stærsta staðan í safnastarfi á Íslandi. Hún er stefnumótandi. Þetta er okkar „seðlabankastjóri“, þetta er okkar „útvarpsstjóri“. Þetta er stór staða og fólk hefur beðið í áraraðir og menntað sig sérstaklega til að eiga möguleika á að fá svona stöðu.“ Á fundinum hyggst Gylfi fara fram á skýr svör. „Réttasta leiðin í þessu væri að draga skipunina til baka og byrja bara upp á nýtt.“ Félag fornleifafræðinga sendi Umboðsmanni Alþingis ábendingu um málið en umboðsmaður tekur ekki mál til umfjöllunar sem þegar eru til skoðunar hjá þinginu og sérstaklega ekki þau sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til skoðunar. Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Fljótlega eftir að nýr þjóðminjavörður var ráðinn án auglýsingar óskaði Félag fornleifafræðinga eftir fundi með ráðherra og ráðuneyti um málið því félagið telur framkvæmd ráðningarinnar ekki hafa verið „í anda laganna“. Í hádeginu á mánudag mun félagið funda með ráðherra. Fréttastofa ræddi við Gylfa Björn Helgason í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Við vonum bara að sá fundur verði upplýsandi. Við munum náttúrulega ýta á ráðherrann og reyna að komast að því hvers vegna hún fór í þessa vegferð, að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar.“ Gylfi segir að þau svör sem ráðherra hafi gefið hingað til hafi hvorki verið nægilega góð né skýr. „Hún segir að það hafi farið fram ákveðin vinna innan ráðuneytisins og að út hafi verið kastað ákveðið net og síðan hafi verið valið úr þessu neti hverjir væru bestir til að gegna þessari stöðu. Ég held að fréttir undanfarið sýni að þessi vinna hafi ekki verið neitt sérstaklega vel unnin. Það hefur komið í ljós mikil óánægja með starfshætti þeirrar manneskju sem var ráðin á þeim vinnustað sem hún var á áður. Þannig að maður setur spurningamerki við þetta; hverjir voru í þessu neti sem ráðuneytið kastaði og hversu djúp var sú vinna um það hversu hæfir einstaklingarnir voru?“ Bitastæðar stöður séu ekki á hverju strái innan fagsins. „Ég myndi segja að fólk sé gramt. Þarna er einhver samblanda af því og ákveðnu vonleysi. Þessi staða hefur ekki verið auglýst í rúm tuttugu ár. Þetta er ein stærsta staðan í safnastarfi á Íslandi. Hún er stefnumótandi. Þetta er okkar „seðlabankastjóri“, þetta er okkar „útvarpsstjóri“. Þetta er stór staða og fólk hefur beðið í áraraðir og menntað sig sérstaklega til að eiga möguleika á að fá svona stöðu.“ Á fundinum hyggst Gylfi fara fram á skýr svör. „Réttasta leiðin í þessu væri að draga skipunina til baka og byrja bara upp á nýtt.“ Félag fornleifafræðinga sendi Umboðsmanni Alþingis ábendingu um málið en umboðsmaður tekur ekki mál til umfjöllunar sem þegar eru til skoðunar hjá þinginu og sérstaklega ekki þau sem stjórnskipunar og eftirlitsnefnd hefur til skoðunar.
Deilur um skipun þjóðminjavarðar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54 Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40 Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28 Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Fleiri fréttir Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Vilja að starfsleyfi hjúkrunarfræðinga fylgi krafa um íslenskukunnáttu Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Sjá meira
Hafa ekkert heyrt frá Lilju Félag fornleifafræðinga hefur hvorki heyrt frá Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra né umboðsmanni Alþingis vegna kvörtun þeirra á skipun Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar. 22. september 2022 07:54
Skoða betur í hverju gagnrýni fyrrverandi starfsmanna felst Menningar- og viðskiptaráðherra segir að ráðuneyti sitt kanni nú í hverju óánægja nokkurra fyrrverandi starfsmanna Listasafns Íslands með stjórnunarstíl Hörpu Þórsdóttur, sem ráðherrann réð án auglýsingar í stöðu þjóðminjavarðar, felst. 16. september 2022 11:40
Saka Lilju um metnaðarleysi við ráðningu eftirmanns Hörpu Samband íslenskra myndlistarmanna og Listfræðafélag Íslands gera athugasemdir við að meiri áhersla sé gerð á leiðtogahæfni en myndlistarþekkingu í auglýsingu um stöðu safnstjóra Listasafns Íslands. Þeir hvetja Lilju Alfreðsdóttur menningarmálaráðherra til að endurskoða auglýsinguna sem sé heldur ekki gert með nægjanlega góðum fyrirvara. 7. september 2022 14:28
Telur rétt að menningarmálaráðherra rökstyðji skipanina Varaformaður stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis og nefndarmaður Vinstri grænna segir að ákveðið hafi verið í nefndinni að kalla eftir upplýsingum frá forsætisráðuneytinu um skipun í embætti á vegum hins opinbera. Hún segir eðlilegt að menningarmálaráðherra rökstyðji ákvörðun sína um skipan þjóðminjavarðar en ekki hafi verið sérstaklega rætt um það mál. 5. september 2022 15:00